Er tímabært að taka upp tveggja flokka kerfi?

Þetta datt mér í hug þegar Steingrímur J. lagði til að Sjálfstæðisflokknum yrði gefið frí.

Hann vildi sem sagt að 30 til 40% landsmanna hefðu ekkert með stjórn landsins að gera.

Ef slíkt yrði ofan á þá héldi sami vandræðagangurinn áfram og sambandsleysið og sundurlyndið milli flokka á alþingi réði ferðinni.

Ekki væri það til heilla fyrir landið.

Við þurfum sem mesta sátt um niðurstöður mála.

Líklega er tímabært að menn skipi sér í tvær meginfylkingar og viti þá fyrirfram hvaða stefna yrði ofan á.

Einnig er líklegt að þegar flokkar eru stórir, að innan þeirra rúmist sem raunhæfust viðhorf til landsmálanna og ekki verði um alvarlegar kollsteypur að ræða þegar skipt er um stjórn.

Sérstakir öfgamenn eða eins máls menn, fengju ekki neitt vægi við þær aðstæður og það væri ein besta hreinsunin í stjórnmálaheiminum, sem við gætum hlotið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband