21.9.2012 | 17:36
Erfðabreyttar matvörur, mjög víðsjárvert.
Í dag er frétt (sjá grein) um Erfðabreytt matvæli og rottur sagðar fá æxli og óáran við neyslu á slíku fóðri.
Þetta er ekkert nýtt vandamál, ég bloggaði um málið 25. október 2011 - sjá blogg -
Mig langar til að biðja fólk að lesa það sem þarna er í boði og sjá myndbandið sem vísað er til.
Þar er þessum málum gerð góð skil.
Við þurfum öll að kunna einhver skil á vandamálum samtímans, enda kemur það í okkar hlut að koma málum til betri vegar, með því að vera upplýstir neytendur.
Neytendur sem kaupa vörur sem ekki eru með þessi mein.
Við getum ekki treyst stjórnvöldum eingöngu, til að gæta þegnanna. Þeir þurfa sjálfir að vera upplýstir einstaklingar og jafnvel leggja stjórnvöldum og öðrum lið með því að deila þeim sannleikskornum sem hrjóta af upplýsingarborðinu sem allflestir hafa aðgang að.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.