Róbert Marshall kveður Samfylkinguna - má hann það?

Nokkrir menn hafa sagt skilið við flokka sína undanfarið.

Nú síðast var það Róbert Marshall sem lýsti yfir að hann væri hættur að starfa sem Samfylkingarmaður.

Það hefur verið föst venja að menn hafa yfirgefið flokka sína og haslað sér völl annars staðar, án þess að þeir létu af þingmennsku.

Er þetta eðliegt eða siðlegt.

Ég segi nei, þetta er hreint út sagt ekki boðlegt.

Að ganga í stjórnmálasamtök og vera kosinn á þing fyrir flokk, þá hefur maðurinn fengið stöðu sína sem þingmaður, gegnum flokkinn.

Hann á ekki þingsætið, nema í samstarfi við þann flokk sem kom honum á þing.

Það var gert í gegnum stjórnmálastarf viðkomandi flokks, stefnu hans og aðra nálgun.

Þeir sem ekki treysta sér til að starfa áfram með sama flokki, ættu þá að taka hatt sinn og staf og kveðja þingstörfin.

Síðan tæki næsti lausi varamaður sama stjórnmálaflokks við keflinu.

Þetta er að mínu viti hin rétta lausn, á meðan ekki hefur verið innleitt persónukjör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sennilega ætti að setja þetta í lög að menn eiga ekki þingsætin.  Ef þeir kjósa að yfirgefa flokkinn sem kaus þá til alþingis, beri þeim að hverfa af þingi og eftirláta varamanni þingsætið.  En þetta er eins og þú segir afar algengt hjá okkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2012 kl. 22:55

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þetta er allt satt og rétt hjá þér en ætti færslan ekki frekar heima í stjórnmál/samfélag?

Jón Þórhallsson, 13.10.2012 kl. 23:40

3 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Takk fyrir innlitið Ásthildur.

Takk fyrir athugasemd Jón. Þetta er hugsanlega rétt hjá þér með flokkavalið. Hins vegar vil ég vera metin þannig, að ég nálgist málin frá heimspekilegu sjónarhorni.

Þannig að skrif mín flokkist ekki undir hefðbundið stjórnmálakarp. Ég vil reyna að vera sanngjarn og sjá sannleikskornin hjá öllum sem láta til sín taka innan stjórnmálanna.

Með þá sýn þá verða skrifin meira heimspekileg nálgun.  Ertu ekki sammála þeirri greiningu?

Sigurður Alfreð Herlufsen, 14.10.2012 kl. 10:05

4 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Jón, mér datt í hug að bæta við mál mitt.

Þú setur þín frábæru kynningarskrif um UFO, fljúgandi furðuhluti, inn á heimspekidálkinn.

Ætti þín skrif ekki ágætlega heima í tækni og vísindi?

Ekki svo að skilja að ég telji það endilega eitthvað nákvæmara, vegna þess að þessi skrif þín má alveg eins sjá þannig, að verið sé að koma nýrri hugsun á framfæri, sem brýtur svo margar viðteknar skoðanir.

Kannski réttast sé að segja að þín flottu skrif eigi heima í báðum flokkunum!

Sigurður Alfreð Herlufsen, 14.10.2012 kl. 10:27

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég get bætt við hér að ég skrifa alltaf ævintýrasögur fyrir barnabörnin mín fyrir hver jól.  Í ár verður sagan um leitina að Bóseindinni, þar sem geimverur koma að, og hef ég tekið mér bessaleyfi að nota mér ábendingar Jóns í því sambandi hafi hann bestu þakkir fyrir síns skrif.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2012 kl. 11:54

6 identicon

Þingmönnum er þetta heimilt, samanber 48. grein stjórnarskrárinnar ... "alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 09:54

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

H.T. Bjarnason segjum að þingmenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína, og þeir eru kosnir út á þá sannfæringu.. væntanlega.  Þá hlýtur sú sannfæring að þóknast kjósendum þeirra ekki satt?  Ef þeir hins vegar breyta um sannfæringu eftir að á þing er komið... ja þá er þeim vandi á höndum og alþingismenn sem þannig haga sér á ekki að kjósa aftur á þing. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2012 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband