Séra Geir Waage er merkur og eftirtektarverður prestur

Er það ekki einmitt svona menn sem landið þarf að fóstra?

Menn sem hafa hugsjónir og er ekki sama um, hvernig allt veltist?

Jú, ég er ekki í vafa um að það sé þörf á slíku fólki, til að vera salt jarðar, ef svo má segja.

Hitt er svo einnig umhugsunarefni, hvort séra Geir hafi rétt fyrir sér, þegar hann segir að þjóðkirkjan muni veslast upp og deyja.

Geir telur að populismi sé að eyðileggja kirkjuna og hún standi ekki lengur undir boðunarstarfi sínu.

Varðandi stjórnmálastarf presta, svo dæmi sé tekið, þá hef ég verið hugsi yfir því. Hef talið að preststarf verði ekki stundað á sama tíma og menn eru í stjórnmálahugleiðingum.

Ekki er ég að segjast deila öllum hugmyndum um kirkjuna, með séra Geir Waage, þó ég hafi um margt mikla samúð með hans nálgun á málinu.

Hann talar um veraldarvæðingu kirkjunnar. Þá má líka spyrja sig hvort það sé endilega slæmt, að samsama sig fólkinu og reyna að hafa áhrif með nálægð sinni og eftirbreytni.

Við erum öll frá sömu uppsprettu, Guðs börn.

Þrátt fyrir allan fjölbreytileika, þá erum við eitt. Það er hinn stóri sannleikur sem allir þurfa að meðtaka og breyta samkvæmt því.

Hvað sem líður stöðu manna og fjárráðum, mismunandi menntun og bakgrunni, þá erum við öll eitt mannkyn.

 sera_geir_waage-.jpg

 

 

 

 

Séra Geir Waage, prestur í Reykholti.

Grein í DV 22. október 2012

reykholtskirkja.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 Reykholtskirkja hin eldri

Þrátt fyrir sjarma og fegurð hinnar gömlu kirkju, þá er hennar hlutverki lokið. Hún hefur þjónað fólkinu um áraraðir og án hennar væri hinn nýji tími ekki eins og hann í raun er.

reykholtskirkja_sah-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Reykholtskirkja hin nýja (vígð 2006)

Hér er hin glæsilega nýja kirkja sem tók við af hinni fallegu gömlu góðu.

Ætli þessar myndir segi ekki mikla sögu um framvindu tímans, breytingarnar sem verða í þjóðlífinu með hverri nýrri kynslóð.

Þessi glæsilega kirkja væri ekki á þessum stað og svona mikilfengleg, nema fyrir þá gróðursetningu sem m.a. hin gamla kirkja sá um.

Meðal annars er það svona dæmi sem fylla mig bjartsýni um komandi tíma.

Að sá tími sé í nánd að fólkið - mannfjöldin allur - finni hjá sér þörf til að tígna Skaparann og geri það einnig með því að safnast saman undir hinum kirkjulega arfi sem þjóðin ber merki um enn í dag.

Bölsýnismaðurinn segir þann sannleika sem hann sér.

Bjartsýnismaðurinn segir þann sannleika sem hann sér.

Báðir geta haft rétt fyrir sér - að hluta - eða algjörlega.

Hinn mikli mannfjöldi ræður svo hvert þjóðin vill stefna.

Við sem trúum, getum aðeins gert það sem í okkar valdi stendur, til að koma þeim veruleika fram sem við teljum vænlegastan fyrir okkur öll.

Guðsríki á jörðu.                      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband