4.11.2012 | 11:11
Tæknin hjálpar okkur á öllum sviðum.
Í borðtennisheiminum hefur lengi verið til vél sem spýtir út úr sér borðtenniskúlum og með því móti geta menn æft að taka á móti uppgjöfum.
Þetta nýta margir upprennandi borðtennismenn sér og verða betri spilarar fyrir vikið.
Hér er svo næsta þróunarstig, þegar hægt verður að spila við góðan vélbúnað!
Það mun auðvitað gjörbreyta möguleikum manna til að æfa og læra þessa göfugu íþrótt.
Sjálfur byrjaði ég að spila borðtennis þegar ég var um 40 ára, þegar flestir spilarar leggja spaðann á hilluna og hætta alveg þessu ungmenna sporti.
Það sem verra var hjá mér, að ég lærði við svo fábrotnar aðstæður og algjört plássleysi, að ekki var hægt að læra undirstöðuatriðin með eðlilegum hætti.
Ég hef því aldrei náð neinum tökum á þessari íþrótt, þó svo ég stundi hana reglulega mér til gagns og gleði.
Borðtennis hefur fylgt mér sem reglulegur förunautur í meira en 35 ár og ég er enn að.
Þannig að það er hægt að fá mikið út úr litlu efni hvað varðar að nýta það sem maður hefur.
Vélmenni: Spilar eins og maður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.