25.11.2012 | 15:15
Hanna Birna heilsar - Jóhanna Sigurðardóttir kveður
Eftir atburði laugardagsins veltur maður fyrir sér hvað framtíðin beri í skauti sér.
Hanna Birna kom mjög sterk út úr kosningu helgarinnar. Nú er hún sjálfkörin forustumaður flokksins með sterka fylkingu á bak við sig.
Þetta er eðlilegt framhald á hennar góða starfi í Borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem hún sýndi hvernig hún vill starfa, þegar valdataumarnir eru í hennar höndum.
Það er aðeins með verkum sínum, sem fólk sannar sig, og það hefur Hanna Birna gert, svo eftir hefur verið tekið.
Allir hafa sinn vitjunartíma. Jóhanna Sigurðardóttir átti sinn hápunkt fyrir fjórum árum. Þá var eftirspurn eftir fólki sem ekki hafði otað sér fram með óbilgjörnum hætti. Fyrir það var Jóhönnu trúað fyrir að stjórna landinu.
Nú er þeim kafla í lífi þjóðarinnar lokið og nýtt tímabil tekur við á nýju ári.
Ég horfi til þessara umskipta með von í brjósti.
Von um að þjóðin rísi nú enn meira og nái sér á strik. Að allar finnufúsar hendur fái verk við hæfi og von landsmanna til framtíðarinnar vaxi að sama skapi.
Forustumennirnir skipta mjög miklu í þessu sambandi, og nú verður horft til Hönnu Birnu, sem framtíðar leiðtoga.
Jóhanna Sigurðardóttir Hanna Birna Kritjánsdóttir
forsætsráðherra hinn nýji forustumaður
Ísland er land þitt, og ávallt þú geymir
Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð.
Ísland er landið sem ungan þig dreymir,
Ísland í vonanna birtu þú sérð,
Ísland í sumarsins algræna skrúði,
Ísland með blikandi norðljósa traf.
Ísland að feðranna afrekum hlúði,
Ísland er foldin, sem lífið þér gaf.
Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir
Íslensk er tunga þín skír eins og gull.
Íslensk er sú lind,sem um æðar þér streymir.
Íslensk er vonin, af bjartsýni full.
Íslensk er vornóttin, albjört sem dagur,
Íslensk er lundin með karlmennskuþor.
Íslensk er vísan, hinn íslenski bragur.
Íslensk er trúin á frelsisins vor.
Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma
Íslandi helgar þú krafta og starf
Íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma
íslenska tungu, hinn dýrasta arf.
Ísland sé blessað um aldanna raðir,
íslenska moldin, er lífið þér gaf.
Ísland sé falið þér, eilífi faðir.
Ísland sé frjálst, meðan sól gyllir haf.
Magnús Þór Sigmundsson / Margrét Jónsdóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.