30.11.2012 | 14:47
Plúsinn og mínusinn - höfuðandstæðurnar
Í Morgunblaði dagsins er áhugaverð grein eftir Guðmund Þórarinsson vélvirkja.
Hann nálgast hin dýpstu rök tilverunnar, gegnum rafmagnsfræðina, og hef ég aldrei séð það gert á þennan hátt áður.
Hér má lesa grein Guðmundar.
Hann kemst að þeirri niðurstöðu að athafnir mannanna, góðverk eða ill verk hafi sínar víðtæku afleiðingar, bæði á líf hnattarins eins og á íbúana sjálfa.
Undir þetta sjónarhorn get ég heilshugar tekið.
Hvernig jörðin hrisstir sig og skekur, má vel rekja til þess, hvernig maðurinn kemur fram við sjálfan sig, sína jafningja og við umhverfið. Hin eyðandi máttur, fær allt of mikið vægi í mannlífinu og "frelsun hans" verður ekki að veruleika, nema hann breyti algjörlega um stefnu og gerist "mennskur".
Svo er spurningin hvað það merkir að gerast mennskur.
Það þurfa menn að finna hjá sjálfum sér og slíkt á að vera auðvelt.
Fylgja þarf lögmálunum um rétta hugsun og rétta breytni. Framkvæma aðeins það sem er í samhljóm við jákvæða framvindu lífsins. Velja í hverju einasta tilviki hið uppbyggjandi og sleppa því sem er niðurbrjótandi.
Guðmundur Þórarinsson vélvirki
kemur með nýtt sjónarhorn á eilífðrarmálin og hugsanleg áhrif mannsins á sjálfa jörðina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.