7.12.2012 | 12:33
Hvað hræðast læknar, spyr Ingibjörg Sigfúsdóttir
Ég vil spyrja lækna, sem eru að kikna undan vinnuálagi, vegna allt of mikilla anna, hvort þeim væri það ekki ljúft að losna undan óþarfa meðferðum á sjúklingum sem geta og vilja fá annars konar meðferðir við sínum kvillum?
Það hlýtur að vera ljóst fyrir læknum eins og öðrum, að það er allt of mikil sjálfsafgreiðsla gagnvart sjúklingum.
Þeir eru margir afgreiddir fljótt og létt með ávísun á lyf, sem læknirinn veit fyrirfram að er ekki endilega bót til langframa.
Læknar taka sér, satt að segja, meiri völd en þeim ber og þörf er á. Þeir njóta nú þegar mjög mikillar sérstöðu, vegna síns langa náms, en manni finnst þeir gerast full atkvæðamiklir er þeir taka til sín það vald að vilja ráða yfir hverjum einasta einstaklingi í heilbrigðislegu tilliti. Læknar þurfa að vita sín takmörk og vinna samkvæmt því, með eðlilegri hógværð.
Til dæmis í Kína og fleiri löndum, hafa þróast aðrar læknangaleiðir sem enn í dag eru taldar fullgildar sem slíkar.
Það er algjör nauðsyn að víkka út möguleika fólks til að fá bót meina sinna og það færi vel á því að læknar gengju á undan með góðu fordæmi að þessu leiti.
Eru læknar nógu stórir í sér til að þeir gætu verið þessir sporgöngumenn?
Í Morgunblaði dagsins er grein eftir Ingibjörgu Sigfúsdóttir, sem lesa má hér.
Athugasemdir
Takk fyrir þetta innlegg og vísunina í Ingibjörgu. Ég á Heilsuhringnum mikið að þakka, þar sem ég fékk mínar ábendingar um áhrif lýsis á gigt. Sem hefur gagnast mér ómetanlega í núna yfir 30 ár.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2012 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.