30.12.2012 | 21:38
Hlustið á Styrmir Gunnarsson
Ég var að lesa mjög góða grein eftir Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins.
Skoðanir Styrmir á gildi stjórnmálaflokkanna og þörfinni á að þeir geti viðhaldið sér, eru mér mjög að skapi.
Það er ekkert minna en heill þjóðarinnar sem er á vogarskálinni.
Lýðræðið er í miklum vanda, ef ekki tekst að endurreisa styrk helstu stjórnmálaflokkanna.
Hinir mörgu smáu flokkar, sem nú eru komnir fram á völlinn, eru augljós merki um hnignun stjórnmálastarfsins.
Það er höfuðnausyn að þjóðin fullorðnist og fari að tala af ábyrgð um menn og málefni.
Allt þetta gamalkunna karp færir okkur ekkert fram á við, heldur miklu frekar niður í móti.
Fyrst að grannar okkar geta stundað stjórnmál eins og fullorðið fólk, þá eiga Íslendingar að geta það líka.
Sjá greinina hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.