Víti til varnaðar, segir Andri Eiríksson

Ég var að lesa ágæta grein í Morgunblaði dagsins eftir Andra Eiríksson.

Mig langar aðeins til að koma inn á þetta umræðuefni, því svo margt kemur upp í hugann.

Andri er hræddur um að bókstafstrúarmenn munu eyðileggja þjóðfélagið ef þeir fá frjálsar hendur til að uppfræða lýðinn.

Þó ég sjái ýmislegt sömu augum og Andri þá er fleira sem tilheyrir þessu efni sem vert að minnast á.

Ég sé að Andri er mjög hrifinn af vísindunum og þar sér hann allt í miklum ljóma. Vissulega er framfaraþrá mannsins slík að allt er að betrumbætast smátt og smátt. Sú betrunarbót er ekki einskorðuð við trúlaust fólk, eða trúað, eða bókstafstrúar. Mannlegt eðli er allt saman í þróun og allir menn hafa eitthvað sér til ágætis og eitthvað sem þarf endurbóta við. 

Fyrir fáeinum áratugum voru ráðandi þjóðfélög sem hömpuðu vísindunum framar öllu öðru og þar var trúin forsmáð og tröðkuð í svaðið. Menn voru ofsóttir fyrir skoðanir sínar. Hægt er að nefna mörg lönd sem þannig hafa hagað sér. Guðleysislönd hafa farið með meiri grimmdarverk á mannkynið heldur en nokkur maður vill minnast, þó verð ég að nefna sérstaklega Rússland Stalíns og Þýskaland Hitlers. Það fer kalt vatn milli skins og hörunds við að hugsa um þann hrylling sem þessi lönd guðleysis færðu þegnum síns eign lands og annarra. Þar voru vísindinn í hávegum höfð, en það dugði ekki til góðra verka.

Öll verk mannanna þurfa að fara í gegnum mæliker. Ef verkin eru ill, þá er alveg sama hvaða hugmyndafræði leiðir þau fram, vegna þess að þeim fylgir óhjákvæmilega illar afleiðingar.

viti_til_varnadar.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Diddi

Það er ansi mikið til í því að allir hafi eitthvað til málanna að leggja, neikvætt sem jákvætt.

Vísindi hafa verið umdeild sem  hugmyndafræðilegur hornsteinn samfélagsins, vegna hins mekkaníska "módernisma" sem orðinn er samofinn vísindalegri menningu, basically; "við erum vélar sem og vistkerfin, jörðin og alheimurinn sjálfur... bara mjög margir hreyfanlegir hlutir. Ef við skiljum alla þessa hreyfanlegu hluti, þá munum við fá öll svörin" eða þannig sé ég amk hugsunarháttinn á bak við módernismann.
Félagslegur Darwinismi hefur líka verið einn af "óviljandi" fylgifiskum þessa móderníska hugsunarháttar iðnaðaraldarinnar, sbr. nasisma og kommúnisma Stalíns og félaga.

En hvað eru vísindin í grundvöllinn... og trúarbrögð, þegar því er að skipta? Ég kýs að kalla hvort um sig "verkfærasett", hvort til síns brúks. Vísindin og trúarbrögðin eiga það sameiginlegt að leitast eftir að svara hinum fjölmörgu ósvaranlegu (eða ill-svaranlegu) spurningum sem hvíla á okkur, þessum hugsandi dýrum. Það eru ýmis önnur nyt og mismunandi útfærslur af nýtingum þessara "verkfærasetta" en þegar upp er staðið er hægt að nýta öll verkfæri á jafnt góðan sem slæman hátt.

Það sem aðskilur þó hugmyndafræði frá öðrum efniskenndari verkfærasettum, er að markmið notkunar "settsins" er oft hluti af því sjálfu.
Til samanburðar má nefna t.d. sjálfvirkar vélbyssur, í raun bara ætlaðar í ákveðinn tilgang og lítið svigrúm til annars en að nýta þær á þann slæma hátt sem hannað var fyrir.
Eins felur t.d. nasimsi í sér ákveðinn grunntón sem leitt getur til afar slæmra hluta, eins og varð raunin.
Ég vil líka nefna neysluhyggju sem aðra hugmyndafræði með mjög alvarlegar aukaverkanir fyrir einstaklinginn sem og heims-samfélagið allt.

Hvað er bottomline hjá mér með þessu? Vísindin Gætu verið nýtt á þann hátt að þau væru einstaklingum og hópum - jafnvel öllu mannkyninu og lífhvolfinu - til sífelldra og síaukinna hagsbóta. Sömuleiðis Væri hægt að nýta trú (þeas. í víðara samhengi "belief system") til þess að marka stefnu samfélagsins á sem jákvæðastan og best uppbyggjandi hátt.

EN bara af því að hægt er að nýta hlutina á skynsamlegan hátt, þýðir það því miður alls ekki að þannig verði þeir nýttir.
Í dag eru vísindin fyrst og fremst verkfæri iðnaðar og yfirvalds til hagsbóta fyrir "the status quo", í stað þess að drefa valdi og tækifærum jafnt á alla einstaklinga. Líkurnar á "technocracy" aukast stöðugt eftir því sem árin líða og tækni þróast... sbr. t.d. þann raunveruleika sem m.a. Edward Snowden hefur varpað dagsljósinu á.
Sömuleiðis eru margflest trúarbrögð (amk þau stærstu) uppsett á þann hátt að fólk er alið til þess að vera ógagnrýnn hópur sauðkinda sem tekur "Hinum Viðurkenndu Skilaboðum" sem óhrekjanlegum sannleik, gefandi þeim sem er málpípa Skilaboðanna óhugnarlegt vald. Of mikið traust á svokallaðan "sannleik" er afar hættulegt fyrirbæri, hvort sem yfirnáttúruleg vera er hluti af þeim "sannleik" eða ekki.

 Ég vil ljúka þessum comment-pistli á þessum nótum...
...að þó svo eitthvað Geti verið gríðarlega gott, þá þýðir það ekki að svo endilega verði.
...það þýðir þó líka að þó eitthvað Geti verið gríðarlega slæmt, verði það ekki endilega svo ;)

Diddi, 14.7.2013 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband