24.7.2013 | 15:07
Edward Snowden kom ekki með neytt nýtt - segja menn
Hver er þá vandinn? Ef allir njósna um alla, sem enginn dregur í efa, af hverju er þá þessi maður sérstaklega hundeltur fyrir sína uppljóstrun sem að sögn kom engum á óvart?
Ég hef verið að velta þessari þversögn fyrir mér.
Snowden ofbýður og segir sögu sína. Af hverju tekur stórveldið Bandaríki Norður-Ameríku svona ofstopafulla afstöðu til málsins. Vill fá Snowden fyrir rétt og væntanlega hneppa hann í fangelsi fyrir lífstíð. Eru Bandaríkin ekki forusturíki hins frjálsa orðs. Mega menn ekki tala hátt og skírt í þessu landi?
Væri það ekki best að Bandaríkin segðu að í bráð og lengd sé farsælast að hafa allt uppi á borðum og það myndi auka öryggi heimsbyggðarinnar.
Snowden verði því ekki sakfelldur, heldur verður litið á hann sem sakleysingja er hafi hlaupið á sig. Hann megi því fara hvert sem hann kýs.
Hugsið ykkur hvað Bandaríkin myndu skora mörg prik með slíkri stórmannlegri afstöðu.
Hér er þetta málefni tekið fyrir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.