29.8.2013 | 09:53
Busun er niðurlæging
Enn eru einhverjir sem komast upp með að niðurlægja nýja nemendur, þegar þeir ganga sín fyrstu skref í ákveðna skóla.
Sem betur fer er þó þessi barbarismi á miklu undanhaldi, eftir því sem fleiri skólastjórnendur vakna til vitundar um skyldur sínar sem uppalendur.
Í Morgunblaði dagsins er einni slíkri uppákomu fylgt eftir með stórri mynd á miðsíðu.
Ekki er gerð tilraun til að segja það sem segja þarf með þessari mynd.
Ég verð því að gera það, til að einhvers staðar komi fram rödd er mótmælir þessu framferði sem vert er.
Það er allt annar handleggur þó að nýnemar reyni að komast í gegnum þetta, þar sem það er orðið einhverskonar skylda að vera meðhöndlaður með þessu barnalega ofbeldi "eldri" nemenda.
Það er kominn tími til að hætta þessum fífla og ofbeldislátum í "æðri" skólum landsins.
Sem betur fer er ekki enn búið að færa þennan ofbeldisþátt skólanna neðar í aldursstigann.
Athugasemdir
Tek algjörlega undir þetta með þér Sigurður var reyndar að blogga um þetta áðan sjálf. http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/1310692/
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2013 kl. 11:28
Takk fyrir Ásthildur, það er gott að eiga sér sálufélaga.
Ég hef nú bætt öðru bloggi við í tengslum við þetta mál og ég set ábyrgðina á hendur skólastjórum viðkomandi skóla.
Þeirra er ábyrgðin og þeir taki við ávirðingum sem þessi athöfn kallar yfir sig.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 29.8.2013 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.