Fluorblöndun drykkjarvatns var einu sinni heilsuefling!

Fróðlegt er að líta til baka, ekki síst þegar maður gekk á móti straumnum, en hefur nú fengið almenningsálitið yfir á sitt band.

Fluor er alvarlegur skaðvaldur og sú var tíðin um 1979 að til stóð að blanda fluor í drykkjarvatn Vestmanneyinga.

Sem betur fer, þeirra vegna, varð ekkert úr fyrirætluninni, en ráðabruggið hratt af stað miklum mótmælum, sérstaklega á vegum Heilsuhringsins sem þá var nýstofnaður.

Þessi félagsskapur var skipaður "sérvitringum", eins og sagt er um þá sem eru í minnihluta hvað varðar almenningsálitið. En það er gjarnan slíkt fólk sem ryður brautina fyrir hina, sem ekki nenna að setja sig inn í málin og vilja láta "sérfræðingana" um að hugsa fyrir sig. Því miður getur slík afstaða verið mjög varasöm, eins og dæmin sanna bæði þá og í nútímanum.

Mönnum til upprifjunar set ég hér tvær greinar inn á síðuna, svo hægt sé að lesa sig eitthvað til og fá smá tilfinningu fyrir tíðarandanum á þessum árum.

Hér er yfirlit yfir baráttuna gegn fluorblöndun drykkjarvatn árið 1979 fyrri hluti

Hér er framhald greinarinnar, seinni hluti.

Hér er baksíða Hollefnis og heilsuræktar sept. 1979 - 3ja ára barn dó af fluoreitrun.

Myndband - viðtal um samband krabbameins og fluors í drykkjarvatni í Bandaríkjunum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband