Alvarleg ábending til landbúnaðarins

Íslenskt smjör verður merkt erfðabreytt!

Það eru alvarlegar fréttir, sem landbúnaðurinn í heild sinni þarf að taka mark á.

Til að komast inn í viðskiptaheiminn með hreint nafn og að gæði séu hafin yfir allan vafa, þá þarf landbúnaðurinn að lagfæra strax það sem út af stendur til að hreinsa sig af erfðabreyttum matvælum.

Eins og allir bændur ættu að vita, þá fylgir því ábyrgð að framleiða fæðu fyrir mannkynið.

Þeir þurfa að afla sér þekkingar eins og aðrir og fara eftir því sem best verður gert, með því að velja fóður fyrir sín dýr, sem er í hæsta gæðaflokki.

Fóður sem framleitt er með erfðabreyttum hætti á að vera í ruslflokki og Ísland á að hreinsa sig af allri slíkri óværu.

Fyrirlestur Dr. John Fagan má sjá hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það er engin þörf á því að merkja vöru með"erfðabreytt".Með því er verið að gefa neytendum villandi skilaboð.Staðreyndin er sú að ekkert hefur komið fram að erfðabreytt matvæli séu óholl á neinn hátt.Eiturefni og lyfjagjöf eru hins vegar nokkuð sem þarf að draga úr.

Jósef Smári Ásmundsson, 6.10.2013 kl. 14:46

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Sæll herra Jósef Smári, takk fyrir innlitið.

Því miður er ég þér algjörlega ósammála um erfðabreytt matvæli og þau vil ég út í hafsauga.

Hreinar náttúruafurðir eru mitt kjörland og svo er um fleiri.

Þegar búið er að eiga við okkar náttúrulegu og eðlilegu matvörur, þá eigum við algjörlega heimtingu á að vita um inngripið.

Það á engum að líðast að geta verið að leika sér með fjöregg mannkynsins og þurfa ekki að standa ábyrgir gagnvart þeim sem verið er að gera tilraunir á.

Við lifum í frjálsu landi og þið sem viljið erfðabreyttar matvörur getið notað þær, en á sama tíma eiga hinir sinn rétt, sem vilja ósnortan og hreinan mat. Það er ekki boðlegt að geta falið sig á bak við innihaldslýsinguna og þagga niður þá staðreynd, ef maturinn hefur verið erfðabreyttur.

Það er algjört grundvallaratriði.

Að lokum langar mig til að þakka þér seinustu setninguna, að draga þurfi úr eiturefnum og lyfjagjöf, því þar erum við jábræður!

Sigurður Alfreð Herlufsen, 6.10.2013 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband