Bólusett fyrir staðreyndum?

Þetta er fyrirsögn á leiðara Fréttablaðsins í dag.

Það gleður mig að fólk skuli almennt vera að vakna gegn þessari vá, sem bólusetningarmanían gengur út á.        

Sannleikurinn er sá að það takast á tvö kerfi.

Annars vegar er það heilsuefling, sem borin er uppi af þekkingu á lífgefandi mat og heilbrigðum lifnaðarháttum. Sem hefur aukið neyslu á grænum mat af öllu tagi, og minnkað neyslu á kjöti og iðnaðarvörum úr hveiti og sykri.

Hins vegar er voldugt kerfi, sem borið er uppi af lyfjaiðnaðinum. Þetta volduga og ofur ríka kerfi viðheldur sér með peningaaustri í allar áttir. Það styrkir læknaskólana og lærdómssetrin, og það menntar læknana sem síðan ávísa lyfjunum sem iðnaðurinn býr til. Iðnaðurinn gerir út vísindamenn til að rannsaka allt mögulegt, m.a. hvort einhverjar aukaverkanir séu af lyfjunum sem þeir, eða samstarfsmenn búa til. Einnig eru fengnir vísindamenn frá öðrum aðilum, sem þá teljast óháðir. Ef niðurstöður rannsóknanna eru ekki nógu hlíðhollar þessum iðnaði, þá er þeim stungið undir stól, en aðeins hagstæðar niðurstöður eru notaðar. Innan þessa kerfis er því hagur af að hann gangi vel, að lyfin seljist og fólkið í verksmiðjum þeirra hafi framfærslu sína tryggða. Sama á við um heilbrigðisgeiran, að hann heldur uppi velvild til þessa kerfis, og neikvæðar hliðar hans eru því settar til hliðar, svo allir geti verið vinir og unað glaðir við sitt.

Þekkt fyrirtæki Monsanto, er af þessum meiði og gerir út á að erfðabreyta matvörunum okkar. Það segir sína sögu um samtrygginguna, að Forstjóri Monsanto fær The World Food Prize 2013, líklega fyrir það framtak að erfðabreyta matvörum okkar!

Svona er veruleikinn fjölbreyttur og spurningin um, hvort bólusett er fyrir staðreyndum stendur enn á sínum stað og var ekki svarað í leiðara dagsins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband