Busavígsurnar

Það var þá svona einfalt að stöðva þessa lágmenningu og ofbeldi gagnvart nýnemum.

Ekki þurfti meira til en einfalda tilkynningu hvers skóla fyrir sig.

Þetta máttu allir hlutaðeigandi vita, því að skólastjórnendur halda uppi reisn skóla síns og gæta að lögum og reglum, og þeir setja einnig sínar eigin umgengnisreglur, sem um leið lýsir sýn viðkomandi skóla á því, sem er boðlegt og ekki boðlegt.

Auðvitað lýsi ég yfir mikilli gleði með að nú skuli loksins vera komið fyrir þetta brálæði.

Að láta unga fólkið komast upp með að lítilsvirða sína nýju skólagesti er svo mikill dómgreindarskortur að furðu sætir, um leið og það varðar reyndar við lög, þegar verst lætur.

En steininn tók auðvitað úr, þegar að skólastjórnendur leyfðu þessa ómenningu, að fara fram á skólans vegum. Þannig gáfu þeir samþykki fyrir því að niðurlægja nýnema og gera þeim svo erfitt um vik, að margir hafa ekki borið þess bætur.

En þá er málinu væntanlega lokið og eðlilegur sómi tekinn við stjórn á skólunum okkar.

Það er fagnaðarefni.

busavi_769_gsla_i_769.jpg

 

 

 

 

 

Busavígsla í "menntaskóla" (mynd úr Fréttablaðinu í dag)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband