Sjúkdómavæðing þjóðfélagsins er gríðarleg

Í 82. tölublaði DV (21.-23. október 2014) er fróðleg grein sem ber yfirskriftina:
Sjúkdómavæðing geðkvillanna
Íslendingar eiga Norðurlandamet í notkun svefnlyfja og róandi lyfja.
Þar kemur fram að sjúkdómsgreining verður sífellt útþynntari og marklausari, þannig að aðeins er verið að fá átyllu til að ávísa lyfjum, án þess að raunverulegur sjúkdómur sé til staðar.
Síðan verða lyfin sjálf orsakavaldur sjúkdóma!
Ekki góð þróun nema fyrir þá sem framleiða lyfin.
Það vantar alltaf fé í heilbrigðiskerfið, enda bólgnar það út á alla enda og kanta.
Raunar væri það mjög sterkt að leggja peninga í fræðslu um það hvernig maður ávinnur sér og viðheldur heilbrigði.
Það er nefnilega vitað hvaða reglum er farsælast að hlýta til að viðhalda góðri heilsu og um leið að minnka þrystinginn á heilbrigðiskerfið.
Eru menn ekki einmitt í óðaönn að vinna að því markmiði?
Ég hef ekki heyrt lækna leggja þeirri hugmynd lið, að auka fræðslu á forvarnarsviði til að minnka aðsóknina á heilbrigðisstofnanirnar.
Vilja læknar í raun og veru að þeir sökkvi á kaf undan lítið sjúku fólki, þannig að ekki er tími fyrir annað en að skrifa lyfseðil til að minnka álagið.
Getur það verið  að læknar vilji frekar hafa marga sjúklinga sem lítið amar að, heldur en fáa og alvarlega veika, þar sem þeirra sérgrein kemur betur að notum og meiri tími er aflögu til að sinna þeim sem í raun eru alvarlega veikir.
Það eru þessar hliðar á málinu sem mér finnst áhugavert að tekið sé á.
Þessari sjúkdómavæðingu verður að linna, svo einfalt er það, bæði þjóðfélagsins vegna og einstaklinganna sem verða undir og fyrir barðinu á þessu kerfi.
Skattgreiðendur stynja líka þungan yfir sjúkdómskostnaðinum.

sju_769_kdo_769_mavae_ing_ge_kvillanna.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband