26.1.2016 | 13:56
Maður er nefndur Kári Stefánsson
Maður er nefndur Kári Stefánsson.
Hann lætur mikið fyrir sér fara þessa dagana.
Það gerir hann af áhuga fyrir heilbrigðiskerfinu.
Reyndar segir hann það vegna þess að hann hafi sérstakan áhuga fyrir heilbrigði þjóðarinnar.
Hann hvetur til undirskriftar fyrir meiri peninga í heilbrigðiskerfið.
Og af því að svo margir vilja eignast góða heilsu, sem auðvitað er undirstaða fyrir hamingju mannanna, þá skrifa allir undir hjá Kára og hann gengur sigri hrósandi til móts við framtíðina.
Ég hefði heldur kosið að Kári hefði farið aðra leið og þá er ég viss um að hann hefði getað létt miklum þrystingi af heilbrigðiskerfinu og með þeirri nálgun gert miklu meira gagn fyrir þann málstað að heilsa þjóðarinnar yrði betri.
Kári ætti að fylkja sér um hreyfingu Grænkera og fá fólkið til að snúa sér að grænu fæðunni og hætta neyslu á kjöti, og minnka gríðarlega meðalaflóðið sem rennur í gegnum líkamana sem dagleg "fæða" ef svo má segja, því svo almenn er neyslan á þessum efnum sem yfirleitt eru svo langt frá lifandi og græðandi fæðu eins og hægt er að hugsa sér.
Kári hlýtur að sjá, á sama hátt og við hin, að ef honum tekst að vinna nýjum neysluvenjum braut, sem byggja upp betri heilsu og þá að sama skapi minni lyfjaneyslu, þá munu allir hrósa sigri, nema auðvitað lyfjaiðnaðurinn.
Þá gætu heilbrigðisstarfsmenn einbeitt sér að þeim sem í raun eru sjúkir, sem myndi auðvitað fækka gífurlega þegar fólk færi að breyta lífsstíl sínum í takt við nýja tíma.
Hér er smá sýnishorn af kjörfæðu nútímamanna, í fullu samræmi við siðmenningu okkar og nútíma hugsunarhátt, þar sem við tökum til greina að kjötneysla er fallandi siðvenja, enda eigum við ekki að fara illa með okkar "minnstu bræður og systur" sem eru dýrin í lífsflórunni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.