"En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústus keisara"

“En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústus keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina.”

Þessa setningu þekkja flestir, alla vega hér á vesturhveli jarðar.En af hverju er ég að minnast á þetta?Það er vegna þess að einhver hliðstaða við þessa gömlu aðgerð skrásetningar, er að fara að gerast í dag, í meira mæli en nokkru sinni í sögunni.

Í kjölfarið ætlar yfirvaldið að koma því svo fyrir að hið frjálsa orð, sjálft tjáningarfrelsið, skuli frá okkur tekið - sem er auðvitað niðurbrot lýðræðisins og möguleika okkar til eðlilegs lífs og eðlilegra framfara.

Einnig í viðbót við að taka tjáningarfrelsið, þá mun athafnafrelsi manna skorið niður,og yfirvaldið mun krefjast þess að komast að hverjum einasta manni til að bólusetja og umbreyta fólkinu, gera það leyðitamt og láta að stjórn. Nákvæmlega svona hefur ferlið verið í löndum þar sem yfirvaldið vill stjórna hverri sál. Þeir láta ekki nægja að beita heilaþvotti í gegnum skólakerfið og “hina frjálsu fjölmiðla”.

Hafið þið ekki tekið eftir að allir syngja í sama kór, eftir að þeir koma úr hinum ýmsu menntastofnunum af öllum stigum. Ef einhver frjálsborinn maður talar annarri röddu, þá á hann ekki von á löngum lífdaga eða mörgum ræðuhöldum. Sá afbrigðilegi mun tekin verða og endurforritaður, nákvæmlega eins og við höfum heyrt af úr einræðisríkjum og sem hefur fyllt okkur miklum og ógnvænum hryllingi.

Fyrirferðamikill fréttamaður að nafni Alex Jones hefur nú verið rekinn út af netmiðlum öllum saman og það gerist eins og hendi sé veifað, sem bendir til að þessi ráðstöfun sé skipun að ofan. Ef fréttamiðlar og fólk almennt lætur þetta yfir sig ganga með þá afsökun á vörunum að þarna hafi einn ofstækismaðurinn verið tekin niður, þá hangir meira á spýtunni. Hver einasti maður sem segir eitthvað sem valdamönnum er ekki að skapi hann mun fara sömu leið í fyllingu tímans.

Það byrjar hvert ferðalag og hvert ferli á einu skrefi, og menn gæta þess að fyrsta skrefið sé nokkuð vel valið og þannig fyrirkomið að sem flestir geti samþykkt og játað því, en ef fólkið heldur ekki vöku sinni þá munu stjórnmálamenn ekki gera það heldur. Ef stjórnmálasamtök eru ekki sammála um að málfrelsi skuli ríkja þá mun hver og einn stjórnmálaflokkur hafa í sér hvatann til að ryðja “mótherjum” sínum úr vegi hvern á fætur öðrum, því menn dreymir um að fá að stjórna sem einn maður eða einn flokkur og sjá hina flokkana sem þránd í götu þeirra sjálfra og þá er lýðræðið fyrir bý.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband