17.8.2018 | 15:36
Trump forseti Bandaríkjanna
Mig langar til að tala um hinn umdeilda forseta Bandaríkjanna. Hvati minn til þess er sá að með því fer ég beint inn í almenna umræðu - í ormagarðinn þar sem vindarnir blása og engum er eirt.
Fyrst bið ég lesandann að koma með mér nokkur ár aftur í tímann og sjá Bandaríkinn eins og þau voru þegar aðrir forsetar réðu ríkjum.
Stöldrum við Gerge W. Bush og þá sem á undan honum komu. Þetta voru hinir myndarlegustu menn og stjórnuðu eftir bókinni eins og segja má ef þeir hafa farið að meirihlutavilja og verið nokkurn veginn fyrirséðir. Þjóðfélagið var á hægri siglingu niður í einhverja ládeyðu þar sem möguleikar þessa stórveldis fóru minnkandi.
Það sem gekk eftir bókinni var veldi stórfyrirtækjanna sem eiga orðið hálfan heiminn og eru aðsópsmeiri en við vildum þurfa að viðurkenna. Ekki leyfðu bandaríkjamenn sér að vonast eftir umtalsverðum breytingum á því kerfi, nema að nú átti að kjósa nýjan forseta.
George W. Bush réð ríkjum frá 20. janúar 2001 þar til nýr forseti sjálfur Barack Obama var vígður þann 20. janúar 2009.
Það ríkti mikill fögnuður með hinn þeldökka forseta og menn sáu þarna mikil undur gerast með hliðsjón af kynþáttastríðum fortíðarinnar.
Í ljós kom að Obama gat ekki hnikað miklu til. Stórfyrirtækin sem réðu og enn ráða öllu sem þau vilja, gerðu það svo sannarlega í tíð hins nýja ofurforseta, sem var glæsilegur maður og vildi vel og það sem ég horfði sérstaklega til var að hann lofaði að losa Bandaríkin við Guandanamo fangelsið fordæmda.
Því miður gat hann ekki komið því í verk, ekki vegna viljaleysis heldur valdaleysis. Hann þurfti eins og allir forsetar á undan honum að hlýða hinum ýmsu stofnunum, hernum og stórfyrirtækjunum. Hergagnaiðnaðurinn er uppblásinn og ofalinn og hann þarf stríð með litlum hléum til að hann hafi fóður fyrir sig og sína.
Við þessar aðstæður fóru fram forsetakosningar og í lokin voru það frú Hillary og herra Trump sem tókust þar á.
Þá þurfti maður að gera upp við sig hvern maður vildi í forsetastólinn, reyndar án þess að hafa kosningarétt.
Það hafði sýnt sig að hinn óvenjulegi forseti Obama náði ekki að gera sig gildandi eins og hefði verið nauðsyn á.
Ekki gat ég séð að það hefði neina breytingu í för með sér að frú Hillary tæki við völdum, þó svo hún hafi verið í Hvíta húsinu áður með manni sínum og vissi því hvar uppþvottavélin væri staðsett í eldhúsinu, og annað sem þar fylgdi með. Stórfyrirtækin myndu ekki óttast neitt um hagsmuni sína með hana við stýrið, en verið gæti að þeir væru ekki allt of ánægðir með Trump.
Svo fór að herra Trump var settur í embættið 20. janúar 2017 og þar með byrjaði sagan um hans forsetatíð.
Innanríkispólitíkin í Bandaríkjunum var eins og við þekkjum héðan frá okkur sjálfum, öll í skotgröfunum og andstæðingurinn herra Trump var svo sannarlega andstæðingur sem þurfti fallbyssur á til að hnika honum af stalli.
Maðurinn er mikið ólíkindartól og ég veit ekki hvort hann hlýðir konu sinni einu sinni, hvað þá öðrum.
Hér á landi fáum við yfirleitt allar fréttir af þeim toga sem setja þann mann í annarlegt ljós og fréttamenn þurfa ekki að leita lengi til að fá slíkar fréttir upp í hendurna, því hann sér sjálfur um að gera þær sýnilegar.
En inn á milli koma líka óvæntar gleðisprengjur.
Það sýnir sig að herra Trump er tilbúin til að tala við keisarann jafnt og hestasveininn. Þetta minnir mann jafnvel á biblíusögurnar þar sem Jesús talaði við ráðamenn jafnt og gleðikonurnar á götunni. Þetta merkir að hann fer ekki í manngreiningarálit. Hann bauðst um daginn til að tala við Íranskeisara ef sá maður vildi eiga við hann orðastað. Hann gerði það án þess að nokkur hafi hvatt hann að fyrra bragði.
Hann talaði við yfirvaldið í Norður Kóreu og var fyrstur manna til þess. Hvernig því máli reiðir af veit enginn en hann verður ekki sakaður um að hafa láðst að stíga fram og taka fyrsta skrefið og gera sinn hlut í samkomulaginu. Líkur hafa aldrei verið meiri á því að Kóreumálefnin þróist í jákvæða átt næstu árin. Það vonar maður alla vega.
Þetta þrennt er eiginlega óvænt og magnað eitt og sér, en meira kemur til. Hann hefur samþykkt að menn þurfi nú að sýna fram á að bólusetningar séu öruggar og hættulausar, sem er kvöð sem ekki hefur verið sett á lyfjaiðnaðinn áður.
Þar hefur mönnum líðst að koma með þessar vörur á markaðinn og þær ekki gengið í gegnum eðlilega rannsókn um hættuleysi, svo ekki sé talað um virkni. Ég býst við að margir séu hissa þegar þeir lesa þetta.
Herra Trump tók þetta fyrir á fyrstu embættisdögum sínum.
Á seinustu árum hefur allt logað í Bandaríkjunum og talað er um að þar séu samsæriskenningar ráðandi í fjölda málefna.
Það er atburðurinn sem kenndur er við 9/11, sem ekki var alveg eins og það sýndist í fyrstu.
Það eru tunglferðirnar sem enn eru skráðar á blöð eins og þær hafi verið framkvæmdar, án þess að við höfum fengið nægar staðfestingar á slíku. Enginn ljósmynd er til af jörðinni eða stjörnunum í himinhvolfinu teknar á tunglinu. Sögur ganga um að sú tunglferð sem frægust er í minningunni, þegar sagt var; lítið skref fyrir manninn en stórt fyrir mannkynið, hafi aldrei verið farin. Sjálf myndatakan var tekinn í Hollywood og skyldi sýnd ef nauðsyn bæri til, vegna þess að ekki hefði verið hægt að framkvæma tilraunina.
Það segir sig sjálft að búið væri að framkvæma slíka tunglför aftur, og þá af öðrum stórveldum sem voru þá ráðandi, og sérstaklega rússar sem á þessum tíma voru leiðandi á þessu sviði varðandi eldflaugasmíði, og því sjálfkjörnir til að fara fyrstu tunglferðina.
Jæja, ég verð einhversstaðar að setja punktin og þar sem fyrsta kjörtímabil herra Trump er ekki liðið, þá getum við aðeins verið áhorfendur og fylgst með hvernig honum vegnar að snúa ofan af axarsköftum stórveldisins sem hann stjórnar.
Það segir sig eiginlega sjálft að aðeins sérstakur maður getur við þessar aðstæður hnikað einhverju til betri vegar bæði í Bandaríkjunum og í heiminum öllum.
Ef sá maður ætti að vera allra vinur og yndi, og gera öllum til geðs, þá væri Obama, eða Hillary ágæt við stjórnvölinn og ekkert myndi breytast.
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér.
Haukur Árnason, 18.8.2018 kl. 17:28
Þakka þér kærlega fyrir Haukur Árnason.
Það er uppörvun að einhver skuli finna hvöt hjá sér til að nefna pistilinn sem hrósverðan. Það er yfirleitt svo erfitt að koma inn á svið það sem stjórnmálin eiga sitt aðsetur. Takk fyrir.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 18.8.2018 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.