Er Islam eitt trúarsamfélag ?

Það berast fréttir frá löndum Islam þar sem hræðileg ódæði eru framin á fólki í þessum heimshluta. Þeirra eigin trúfélagar stunda það að drepa meðbræður sína jafnvel þegar þeir eru í helgum húsum.

Hvaða ályktanir er hægt að draga af þessari vá.

Það fólk sem fer um heiminn með ógn og skelfingu, virðist þá ekki hlífa sínum eigin nálægu bræðrum. Er það ekki merki um að hér eru á ferð ofbeldismenn sem hlífa engum, hverrar trúar sem fórnarlömbin eru. Mér finnst að það renni stoðum undir að hér er ekki trúarstríð af hendi heildarhreyfinga á hendur Vesturlöndum, heldur frekar þröngur hópur ofstækismanna sem vill láta illt af sér leiða og heggur á báðar hendur.

Er það ekki vitað, að ofstækismenn eru, hvar sem er, víðsjárverðir. Þeirra hugmyndaheimur er þannig innréttaður, að ofstækið getur þróast upp í illsku og voðaverk, hvar sem er. Hver sem trúarlegur bakgrunnur er.

Það átti sér stað á miðöldum, að trúarlegir ofstækismenn, úr kristnum jarðvegi, fóru um lönd og skildu eftir sig blóð og eyðileggingu.

Ekki hef ég orðið var við að núlifandi kristnir menn telji sig vera á sakamannabekk út af þessum meinum liðins tíma.

Það þarf að hafa í huga að þetta fólk sem elst upp í mikilli fátækt og vonleysi, er í jarðvegi neikvæðrar framvindu.

Sjáið hvernig því fólki líður hér á Íslandi, sem hefur verið órétti beitt og er að missa eigur sínar. Þetta er nokkuð sérstakt ástand, en gefur fólki tækifæri til að sjá hliðstæðu við óréttlæti úr öðrum heimsálfum, þó þar séu vandamálin af gömlum meið og viðvarandi.

Liggur jafnvel í hugmyndaheimi, sem hefur ekki kærleika sem kjarna.

Okkur hér á Vesturlöndum er með öllu fyrirmunað að skilja refsigleði sem speglast í því að þjófar eru handhöggnir og konur grýttar í hel, þar sem hegninginn er hundraðföld eða þúsundföld, miðað við afbrotið. 

Kristur sagði: "Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum". Sem betur fer var engum steinum hent í þetta sinn. Enginn sem tók Krist á orðinu, enda hefði sá hinn sami ekki verið syndlaus eftir það.

swami_byrjun_1040320.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sai Baba, helgur indverskur maður hefur þessi einkunnarorð:

Sýnið öllum kærleika

Þjónið öllum

Hjálpið öllum

Valdið engum skaða


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Sigurður. Í útvarpi hérum daginn var rætt um mosku fyrir múslíma á Íslandi og sagði sú er viðtalið beindist til að allt þetta um morð,steiningu,afhöggnar hendur og putta og morð á trúfélögum sé á misskilningi byggt og hreinni fáfræði um íslam. Þetta át fréttamaðurinn hrátt og setti í útvarp allra landsmanna. Ég hef haft tækifæri til að fræðast um þetta trúarfélag í gegnum 4 áratugi og skrifar og talað og varað við og bent ráðamönnum á reynslu þeirra landa sem sem hafa innlimað þessa trú í samfélag kristinna manna og leift þeim að iðka sína trú eftir eigin höfði án íhlutunar frá öðrum trúfélögum eða ráðamönnum viðkomandi landa og að byggja þessar moskur. Þar í liggur vandamálið!

Eyjólfur Jónsson, 6.11.2010 kl. 17:12

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Sæll herra Eyjólfur.

Já, ég veit að þetta er  mjög viðkvæmt málefni og ekki hef ég neina allsherjarlausn gagnvart þessum álitaefnum.

Veit aðeins að ég vil leita í smiðju til okkar trúarbragðahöfunds og leggja þessi mál til úrlausnar hjá honum.

Hvernig myndi Kristur bregðast við vandamálum Islam. Er það hugsanlegt að hann segði að allir menn eigi rétt á að iðka trú sína og hafa til þess húsaskjól í þannig byggingum að sómi sé sýndur viðkomandi trú ?

Okkur er ráðlagt af koma fram við náungann eins og okkur sjálf. Vera nærgætin og vera allavega ekki fyrri til að koma illu til leiðar.

Ef til vill vekja þessi orð mín fleiri spurningar en svör, en þetta læt ég vera mitt innlegg að svo komnu máli.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 6.11.2010 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband