Eru gildi samfélagsins að falla ?

Spurningin leitar á mig þessa dagana.

Eiturefnanotkun síðustu ára hjá stórum hópi manna og hræðilegar afleiðingar þess liggja ljós fyrir landslýð.

Þegar ég var að alast upp þekktist ekki annar vímugjafi heldur en áfengi. 

Sígrettur urðu mjög vinsælar á stríðsárunum.

Þá þótti aldeilis fínt að reykja.

Munið þið eftir Humphrey Bogart sem alltaf var með sígrettuna í höndum eða munni. Hann var aðal töffari þess tíma.

Þá var ekki vísindalega sannað að sígrettur væru hættulegar heilsunni. Í skjóli þess var reykt í hverju húsi, þó svo að andrúmsloftið væri eyðilagt fyrir þeim sem ekki höfðu fallið fyrir tískunni og sígrettunni.

Þessa stundina er framfaraskeið hvað varðar reykingar. Þeim hefur verið úthýst úr húsum landsmanna og er það mjög jákvætt.

Öskubakkar horfnir ! Heilu samkomurnar fara fram reyklausar. Þarna eru greinileg framfaraspor hjá mannkyninu (allavega Íslendingum).

Fáeinir reykingamenn hýma undir húsvegg til að þjóna þessari löngun sinni.

En eftir stendur þessi hræðilega eiturefnanotkun, sem er ekkert minna en að bjóða myrku öflunum hönd sína og líf.

Hvert tímaskeið virðist hafa sínar skuggahliðar. Hins vegar eru möguleikar okkar tíma alveg óteljandi.

Þegar á allt er litið hefur hver maður sinn frjálsa rétt til að velja.

Auðvitað velja einhverjir ranga leið.

Það fylgir hinum frjálsa vilja að það má hafa rangt fyrir sér og ganga slíkan veg.

En það má fólk vita að rangur vegur liggur auðvitað beina leið niður í ógæfuna.

Þar verða menn að dvelja þar til þeir sjá stöðu sína í heiminum og finna þrá til að koma upp til ljóssins aftur.

Niðurstaða þessara hugleiðinga eru þær að við erum þrátt fyrir allt á framfarabraut.

Það er mér mikið gleðiefni að geta þó borið slíka staðhæfingu fram þrátt fyrir að tekið sé tillit til vímuefnavandans.

 humphrey_bogart_a.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Humphrey Bogart vissi ekki betur og reykti sig í hel.

Hann dó úr krabbameini árið 1957 þá 57 ára að aldri.

Hann fæddist í desember 1899.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband