Allir sem hafa afrekað mikið hafa verið draumóramenn !

Veistu að það er "vísindalega sannað" að býflugur geta ekki flogið ?

Við sem lifum þá tíma þegar vísindin eru alfa og omega allrar þekkingar, eigum í erfiðleikum með að meðtaka þetta.

Eigum við þá að hætta að trúa okkar eigin augum? Við sjáum að býflugur geta flogið, en verðum að neita því að það geti átt sér stað, vegna þess að það stangast á við lögmál vísindanna. Vísindin segja að þær geti ekki flogið. Eigum við ekki að vera skynsöm og taka þeim "sannleika" eins og við gerum við fleira frá þeirri þekkingaruppsprettu ?

Jæja, við höfum hér alla vega eina undantekningu sem sýnir fram á ekki eru öll vísindi óskeikul.

Þeir sem fara fram með "óframkvæmanlega" hugmynd og ná að hrinda henni í framkvæmd, eru þá draumóramenn og vísindamenn í senn. Þeir hafa sannað með vísindalegum aðferðum að "óframkvæmanleg hugmynd" er möguleg, þrátt fyrir að hin "heilbrigða skynsemi" segi hið gagnstæða.

Einnig er það vísindalega sannað að ekki er hægt að afla sér þekkingar nema með efnislegum skilningarvitum. Þrátt fyrir það eru dæmin óteljandi, þar sem menn meðtaka vitneskju eftir öðrum leiðum en efnislegum.

Okkar frægi og vinsæli fjölmiðlamaður Hemmi Gunn., hefur nýlega sagt frá reynslu sinni af því að deyja og koma til baka með vitneskju, sem hefur breytt honum varanlega.

Nú er Hemmi búin að fá sýna fullvissu sem enginn vísindi fá raskað. Að lífið eftir þetta líf er ekki neitt til að óttast. Það myndu margir vilja fórna stórum fjárhæðum til að njóta slíkrar upplifunar.

 thomas_edison_-_ungur_ma_ur.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Thomas Edison - ungur og forvitinn.

Var talinn ófær um að læra !

  thomas_edison_-_draumorama_ur_ameriku.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hér er hann orðin fullorðin.

 Þessi mikli draumóramaður reyndist einn  besti sonur Ameríku. 

  thomas_edison_og_ljosaperan.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ein stærsta gjöf hans til heimsins var ljósaperan.

 

Fáein ummæli höfð eftir hugsuðinum og uppfyndingamanninum:

"Mörg mistökin voru gerð af fólki sem var nálægt sínu takmarki - en gafst þá upp."

"Ég fann hvað heimurinn þarfnaðist - og hellti mér út í að finna það upp."

"Læknir framtíðarinnar mun ekki vísa á lyf. Hann mun heldur vekja áhuga sjúklingsins fyrir því að byggja upp líkamann. Hann mun fræða sjúklingin um mataræði og orsök og vörn gegn sjúkdómum."

"Tækifærin eru hulin fólki, vegna þess að þau eru falin og líta út eins og vinna."

"Mér hefur ekki mistekist, heldur hef ég fundið 10.000 leiðir sem sýna hvernig það tekst ekki." (um ljósaperuna)

"Hugmyndaflug þitt er aðal þröskuldurinn og í raun takmörk þín."

"Ég myndi ekki segja að mér hafi mistekist 1000 sinnum. Ég myndi segja að ég hef uppgötvað 1000 leiðir sem ekki ná settu marki."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Waage

Mikið rétt, Sigurður, menn eins og Edison sýna yfirleitt ekki sterka frammistöðu í formlegu námi.

kærar þakkir fyrir góðan pistil.

Gunnar Waage, 24.11.2010 kl. 04:08

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég get fært þér þær fréttir að Býflugur geta flogið og að það hefur fyrir löngu verið sýnt fram á að það stríðir ekki gegn neinum lögmálum. Tæknilega og eðlisfræðilega hefur það verið skýrt.

Þú ert að vísa í flökkusögu, sem hefur fyrir áratugum verið send til föðurhúsanna. Raunar var sama halldið fram um Kólibrífuglana.  Það er vert að minna á að það voru ekki vísindamenn, sem héldu þessari fásinnu fram.  

Ef þú getur nýtt þér Google, þá legg ég til að þý nýtir þér það áður en þú byggir mál þitt svona í lausu lofti.

Flökkusögur eru þaulsætnar meðal fólks sem ekki hefur nokkurn áhuga á að læra. Fólk sem hefur þegar fundið öll svörin í flökkusagnariti frá bronzöd.

Þú kannast við flökkusöguna um Jesús nokkurn Krist.  Það er talsvert síðan menn hafa sýnt fram á að hann geti ekki hafa veið til.

Svona er hann skrýtinn og ótrulegur þessi heimur hjá okkur, sem fallast aldrei á að langsóttasta og óraunhæfasta svarið sé það líklegasta.

Trúað fólk er með greind 6 ára barna.  Greindarþroskinn hættir um leið og trúin er tekin. 

Jón Steinar Ragnarsson, 24.11.2010 kl. 06:17

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sögupersónan Jesú mælir enda sérstaklega með því að fólk haldi fast í það að líkjast börnum.

Misjafnt hafast mennirnir að. O seisei.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.11.2010 kl. 06:20

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er svo kannski rétt, svona í framhjáhlaupi að geta þess að Edison var staðfastur trúleysingi, svo hver veit nema að þar liggi skýringin á hæfni hans.

Vona þó ekki að þessi greinarstúfur sé ekki til þess að tala niður gildi menntunnar og vísinda, þótt hún beri það með sér. 

Jón Steinar Ragnarsson, 24.11.2010 kl. 06:50

5 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Ágæti Jón Steinar Ragnarsson, þakka þér fyrir innlegg þitt.

Þegar verið er að tala um vísindi, þá er átt við þá þekkingu og skilning sem er ráðandi á hverjum tíma.

Mig langar til að taka dæmi frá þeim tíma, þegar talið var af flestöllum jarðarbúum, að jörðin væri flöt. Svo rótgróin var þessi þekking og skilningur, studd af vísindum þess tíma, að þegar Galileo Galilei "sérvitringur nokkur" f. 1564 d. 1642, kom fram með þá "heimskulegu" kenningu að jörðin væri hnöttur og ekki miðpunktur alheimsins, þá varð uppi fótur og fit. Þessi maður var hættulegur. Hann kom fram með bábiljur sem varð að slá niður á sama andartaki, því ella myndi heimsmynd þess tíma falla.

Þegar tekin eru svona dæmi frá löngu liðnum tíma er auðveldara að skilja að vísindi dagsins í dag eru ekki hinn endanlegi sannleikur um alla hluti.

Á sama tíma og hin venjulegu vísindi fara sér hægt, þá eru meðfram þeim önnur ágengari vísindi, því leit mannsins tekur aldrei enda.

Annað dæmi: Fyrir um 40 árum var ég heildsali og flutti inn heilsuvörur. Þá var ég að tala fyrir lífrænni ræktun og fleiru slíku. Kaupmenn litu á mig með góðátlegu brosi. Þó vissu þeir að einhver lítill minnihluti hefði áhuga fyrir slíkum vörum, svo þeir gerður það "fyrir viðskiptin" að hafa eitthvað lítilræði af slíkum vörum á boðstólum.

Í dag hefur þekkingin á mataræði aukist mikið og lífræn ræktun má segja að séu orðin viðtekin vísindi dagsins í dag.

Svona gerist þetta í hægum skrefum.

Annars undrar það mig hvað þú tekur neikvætt í þessi skrif mín. Þau eru einmitt skrifuð til að fá fólk til að vera opið fyrir öllum hliðum tilverunnar og gjarnan að sjá alla ljósu punktana.

Varðandi trúarafstöðu Edisons þá kynnti ég mér hana sérstaklega. Hann hafði Guðstrú eins og fjölmargir aðrir vísindamenn.

Einstein er einn þeirra sem bar fram lotninu sína fyrir hinum ótakmarkaða anda, sem við köllum Guð.

En nóg um það. Þakka þér enn á ný fyrir þína nálgun á efninu. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 24.11.2010 kl. 10:13

6 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Herra Gunnar Waage,

þakka þér kærlega fyrir jákvætt innlegg þitt.

Þú mátt gjarnan vita að svona innkoma er alveg ómetanleg og hvatning til góðra verka.

Það er svo erfitt að gera öllum til hæfis, reyndar ómögulegt. En gott til þess að vita að það séu einhverjir sem njóta "veitinganna".

Maður setur fram pístil í góðri meiningu og vonar auðvitað að einhvers staðar séu réttu skilyrðin til að taka á móti og njóta.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 24.11.2010 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband