Fulltrúar æðri skóla (Menntaskóla Reykjavíkur)

Enn er skellt framan í okkkur óhugnanlegum myndum af fulltrúum æðri menntunar, þar sem þeir leika eitthvað allt annað en virðulega framhaldsskólanema.

Mér verður hugsað til upphafsára þessarar menntastofnunar, þegar nemendur í fátæku samfélagi hófu nám, að þeir lögðu metnað sinn í að vera vel til fara, eins og hæfði umhverfinu.

Þess var krafist af skólastjórnendum að þannig kæmu nemendur til kennslu.

menntaskolinn_reykjavik_-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Klæðnaður nemenda á fyrri hluta 20. aldar.

Hvernig stendur á því að skólastjórnendur nútímans eru hættir að vera uppalendur, en eru þess í stað staddir á sömu sveiflu eins og nemendurnir.

Vita þeir ekki hvar þeir standa í stiganum, að þeir eiga að vera fyrirmyndir og leiðarstjörnur?

Vita þeir ekki að það er enginn forustumaður, nema að hann sýni af sér, með eigin framkomu, hvað nemendur eiga að stefna að?

Ég er hryggur yfir stöðu skólamála sem eru svona laus í reipunum.

Það virðist vanta einnhvern snefil af sómakennd, hófsemi, velvild, virðingu og sannri forustu fyrir þetta fólk.

Það virðist koma úr umhverfi, þar sem þessi gildi eru ekki lengur í heiðri höfð, og það sem verra er, að skólastjórnendur sömu menntastofnana, eru jafn volgir í afstöðu sinni.

 menntaskolinn_reykjavik.jpg

 

 

 

 

Virðulegt merki Menntaskólans í Reykjavík.

fulltruar_aedri_skola.jpg

 

 

 

 

Fulltrúar Menntaskólans í Reykjavík 2013


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband