Biskupinn og Geir Haarde og þörfin fyrir blóraböggla

Hún er sterk þessi kennd, að leita sektar hjá þeim sem ekki eru gerendur, og með því í raun að láta kastljósið fara af hinum seka, yfir á þann sem kemur aðvífandi.

Þetta á sér stað þegar óknyttamenn gera eitthvað af sér. Þá koma aðvífandi fulltrúar almennings, lögreglan, og tekur hina seku til fanga.

Oftar en ekki standa álengdar sálufélagar óknyttamanna og hafa uppi stór orð um lögregluna. Hún gerir aldrei neitt rétt að þeirra mati. Hún á að vera kurteisari, fara að þessum ofstopamönnum með auðmjúku viðmóti, og sjá svo til hvort hægt sé að koma þeim inn á skynsamlega hugsun.

Er það nú líklegt, að menn sem hafa orðið berir að óhugnanlegum árásum á tilfallandi fólk sem á þeirra vegi verður, sé líklegt til heimspekilegra viðræðna um rétt og rangt.

Nei, það er meira en ólíklegt að hægt sé að fara að slíkum mönnum með vinsemdina eina að vopni.

Þetta er nú dæmi um grófasta ofbeldið. Einnig eru fjölmörg dæmi um að menn sem stöðu sinnar vegna þurfa að blanda sér í hin ótrúlegustu mál, sem þeir sjálfir myndu aldrei framkvæma.

Mér verður til dæmis hugsað til biskupsins. Hann er vammlaus maður og var á sínum tíma kosinn til forustu fyrir presta landsins. Þá var hann kosinn með góðum meirihluta þó aðrir væru einnig í framboði.

Það heyrast raddir um að hann eigi að taka út refsingu fyrir annarra manna verk. Hvaða vit er í þessu?

Það á ætíð að horfa á geranda sem sakborning. Ef hann er ekki til staðar til að standa fyrir máli sínu, þá á ekki að eyðileggja réttvísina og snúa henni á hvolf, með því að kalla á refsingu yfir saklausum manni.

Ekki gera eins og almenningur fór fram á í fyrndinni, þegar hann sagði: "Krossfestið hann og leysið Barrabas úr haldi". Þá vildi fjöldinn krossfesta Jesú Krist en leysa ræningjann Barrabas úr haldi.

Þannig var nú réttlætiskennd þeirra daga. En hvað gerist í dag. Það eru uppi háværar raddir um að Geir Haarde verði saksóttur fyrir að mæta í vinnuna sína og sinna henni með sóma, á sama tíma og það virðist vera óvinnandi verk að koma lögum yfir þá menn sem tæmdu bankanna.

karl_biskup.jpg

 

 

 

 

 

 

Sumir segja að við skulum saksækja biskupinn í staðinn fyrir hinn seka

geir_haarde_2-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sumir segja að við skulum saksækja Geir Haarde í staðinn fyrir hina seku

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband