Hugsjónir og breyskleiki mannanna

Mér flaug þetta vandamál í hug og langar til að deila því með þér, sem hefur áhuga fyrir framþróun mannsins og framförum þjóðfélagsins.

Hugsjónir um betra mannlíf fylgir okkur öllum, en framkvæmdin getur orðið brokkgeng. Það er löngu vitað að stjórnmálin verða ekki á hærra plani en meðaltal þeirra sem þeim málaflokki sinna.

Þannig að það sem sett er á blað sem hugsjónagrundvöll, verður ekki útfært á fullkomnari hátt en sem nemur hæfileikum og góðum vilja þeirra sem fara með valdið og framvkæmdina.

Þar koma allir að málum, hver á sínum stað og hver með sinn breyskleika að glíma við.

Það er því ekki vöntun á hugsjónum sem hamlar okkur á framfarabrautinni, heldur er það vöntun á samhug. Vöntun á samvinnuvilja.

Sýn flokksmanna er miklu meira bundin við hagsmuni flokksins á kostnað samfélagsins. Því ef einn flokkur vex að fylgi þá minnkar hjá öðrum. Þannig vinna allir gegn öllum og allir tapa þegar upp er staðið.

Þetta hafa kommúnístalönd og önnur einræðisríki lengi vitað og kunna ráð við því.

Þeir búa til fullkomna stjórnarskrá og grundvöll sem sýnir að það er hugsað fyrir öllu, prentfrelsi, trúfrelsi, skoðanafrelsi, tjáningafrelsi og athafnafrelsi. Gleymi ég einhverju frelsi?

Einnig fyrir jafnrétti og velferð og hjúkrun og jarðarförum.

Einhvernveginn skolast þetta svo til, því allt aðhald hefur verið tekið í burtu. Í staðin eru lögreglumenn og hvers kyns njósnarar að störfum til að koma í veg fyrir að allt þetta frelsi sem stendur á pappírunum, komi til framkvæmda.

Ef einhverjir vilja fórna lífi og heilsu þá opna þeir munninn og segja sínar skoðanir á mönnum og málefnum og ekki síst stjórnmálamönnunum.

Í staðin fyrir hið fullkomna þjóðfélag þá hefur orðið til andhverfa þess, vegna þess að breyskleiki mannanna er alltaf á sínum stað og því meiri völd sem mönnum er veitt, því brothættari er framkvæmdin.

Nú erum við íslendingar sem betur fer fáir og þekkjum marga í samfélaginu. Allt er hér nánara og í meira jafnvægi en annars staðar. 

Hér er því grundvöllur til að halda úti gæfulegu þjóðfélagi sem stendur undir væntingum flestra.

Leiðin að því marki er vörðuð samvinnu milli flokka og samvinnu milli manna.

Þar sem allir hafa jákvætt markmið með tilveru sinni og starfi, þá er bara að hefjast handa og fyrsta skrefið er að menn taki upp önnur vinnubrögð, þar sem samvinnan og hinn góði vilji eru virkjuð.

Þegar svo árekstrar verða um einhver mál, þá þarf að bræða saman og fá hagkvæmustu niðurstöðuna þar sem flestir verða ánægðir.

 einar_oddur-.jpg

 

 

 

 

 

Einar Oddur stjórnmálamaður og Guðmund J. verkalýðsforingi náðu að vinna saman að velferð fólksins.

samvinna_milli_vinstri-haegri.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Með samvinnu milli vinstri og hægri stjórnmála er fundinn lykill að stöðugleika.

alda_aldanna-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Alda aldanna - eða kynslóðir koma og fara - hvar ert þú hinn góði vilji

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sigurður minn, af því að ég veit að þú hugsar mikið á andlegum nótum, alveg eins og ég, þá langar mig að segja þér mínar hugrenningar varðandi þessi mál.

Ég held að við séum hér í skóla, frekar hörðum skóla þar sem að verkefnin eru oft ansi snúin.

Okkur er gefinn frjáls vilji, þannig að við getum gert hvað sem við viljum.

Við erum sköpuð með ólíkar innrætingar, þannig að við upplifum hlutina á ólíkan hátt, það má segja að til séu hundruðir milljóna af veruleikum í heiminum.

Ástæðan fyrir þessu misvægi hér á landi er á ábyrgð okkar hægri manna, við getum allir sjálfum okkur um kennt, því við höfum þagað of lengi.

Á meðan hefur sjónarmið vinstri manna, sem á tíðum er ansi hatursfullt, fengið að flæða yfir óáreitt án nokkurrar viðspyrnu hægri manna. 

Ég hef hundskammað þingmenn Sjálfstæðisflokksins og bent þeim á, að pólitík sé skotgrafahernaður að vissu leiti.

Og hermenn í skotgröfum, sem standa stöðugt á fætur og bjóða óvinum sínum að drita sig niður, þeir geta aldrei sigrað.

Jafnvel þótt þeir eigi að sigra, því þeir hafa betri málstað að velja.

Um leið og við hægri menn vörpum handsprengjum að skotgröfum andstæðinga okkar og fáum skriðdrekasveitir og öfluga flugherinn okkar, þá sigrum við.

Því andstæðingar okkar hafa aðeins riffla, í samlíkingunni er það kjafturinn á þeim, í okkar samlíkingu eru handsprengjurnar skynsemin, skriðdrekarnir aflið og flugvélarnar hin góðu verk fortíðar.

Við þurfum að taka fram allt vopnabúrið og sigra.

Jón Ríkharðsson, 4.7.2011 kl. 20:52

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Ágæti bloggfélagi Jón Ríkharðsson. Þakka þér fyrir þessa einlægu lýsingu.

Auðvitað ertu alveg brennandi í andanum og vilt sigra pólitíska mótherja.

En það eitt og sér er ekki fullnægjandi, því við deilum þessu landi saman og þurfum því að leita sátta milli ólíkra viðhorfa.

En að stjórna þessu landi án stærsta stjórnmálaflokksins og þann flokk sem hefur á stefnuskrá sinni að byggja brú milli flokka og stétta, það er ekki gæfuleg leið.

Þess vegna bið ég um einlægan vilja til samstarfs, svo farsælasta leiðin sé valin í hverju máli.

Þó svo að það sé alveg rétt að hver sé sinnar gæfu smiður, þá eru margir minni máttar. Þeir þurfa á stuðningi samfélagsins að halda.

Ekki látum við það um okkur spyrjast að við séum án hlýju til okkar meðbræðra. Nei það er ekki okkar leið. Við viljum samhjálp um leið og athafnafrelsið er virkjað. En við viljum að samfélagið sé með sanngjarnar leikreglur, þannig að allir sitji við sama borð í atvinnulífinu.

Því er ranglega komið á sjálfstæðisflokkinn að hann láti svik og pretti viðgangast, en ekki heilbrigðar leikreglur fyrir atvinnulífið.

Þeir sem þessu halda fram vita ósköp vel að ekkert er fjær sanni og þeir tala gegn betri vitund. Nota þetta eingöngu sem slagorð og meðal í pólitískum leik. Sannleikurinn kemur alltaf fram um síðir og þeir sem hafa borið fram rangar sakir, þurfa að sjá villur síns vegar.

Þakka þér enn og aftur Jón minn, þú ert duglegur bloggari.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 5.7.2011 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband