Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra gleður mig

Í Fréttablaðinu í dag er grein eftir Ögmund, sem hlýjar mér um hjartarætur.

Ástæðan er sú, að hann tekur af skarið, um að hann vilji fara að meirihlutavilja þjóðarinnar. Þessi afstaða er einmitt ekki alltaf skýr hjá alþingismönnum okkar, en nú tekur Ögmundur af skarið í þessu efni og fyrir bragðið verð ég rórri í sinni.

Það er nefnilega oft þannig að maður hefur á tilfinningunni að ýmsir ráðamenn séu ekki mikið fyrir að fara að þjóðarvilja og það er mjög miður.

Reyndar væri stjórnarfarið hjá okkur með allt öðrum brag, ef farið væri fram í sanngirnisanda og menn semdu sig til góðrar niðurstöðu í hinum ýmsu álitamálum, með tilliti til meirihlutavilja.

Það er einmitt þess vegna, sem það er nauðsynlegt, að ekki séu miklar kollsteypur í stjórnarfarinu, eftir því hverjir eru við kjötkatlana. Til dæmis sú sterka óskhyggja margra að halda sjálfstæðisflokknum utan stjórnar, er eins og að koma í veg fyrir að 35-40% íslendinga geti haft áhrif um gang þjóðmálanna.

Það væri ekki í takt við þessi orð Ögmundar, sem vill að við virðum og förum að meirihlutavilja.

Grein Ögmundar er hægt að lesa hér.

ogmundur-jonasson-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband