29.8.2011 | 18:20
Eiturlyf og árar Vítis
Heiti þessa pistils er ekki án ástæðu og samlíkingin er vel viðeigandi.
Þegar einstaklingar eða hópar nota eiturlyf, þá er það ígildi þess að banka á dyr Vítis og bjóða árum þeim sem þar eiga bústað, að koma í dans.
Auðvitað verður sá dans ígildi faðmlags við Myrkrahöfðingjann sjálfan, þar sem einstaklingurinn úr mannheimum fer hallloka fyrir dansfélaga sínum.
Það hef ég heyrt sagt að mjög erfitt sé að hjálpa þessu ólánsfólki sem ánetjast eiturefnum, einmitt vegna þess að hin myrku andlegu öfl fá aðgang að þessu fólki.
Það veit ég til, að fjöldi fólks er á bæn til hjálpar hinum ólánsömu fíklum, og má það biðja heitt og lengi til að ná árangri gegn ofurvaldi hins myrka heims.
Hvað er þá til ráða.
Auðvitað fyrst og síðast að koma aldrei - ég segi aldrei - í námunda við eiturefni.
Halda sig í þeim hluta heimsins, þar sem sólin skín og viðfangsefni dagsins eru mannleg og leysanleg. Sleppa öllu samneyti við hinn myrka heim, þar sem ólánsemin og óhamingjan sprettur fram í hverju spori.
Gangi ykkur vel sem hlustið á þessi orð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.