Ögmundur innanríkisráðherra í kastljósinu

Ég vil bera lof á Ögmund fyrir hans nálgun á umsókn Kínverja (einstaklings og ríkis) um kaup á landi.

Það er allt gott um framsetningu Ögmundar að segja. Hann vill gæta að öllum hliðum málsins. Sérstaklega því sem kemur Íslendingum best í bráð og lengd.

Einfalt en um leið einfeldningslegt væri að rétta fram höndina til að taka á móti greiðslu fyrir landið, án þess að skoða hvað á eftir kemur.

Í þessu samhengi bendi ég á grein í Morgunblaðinu í dag eftir Leif Sveinsson lögfræðing.

Hlekkur á greinina er hér

Hann kemur með mjög gott innlegg og ég ráðlegg öllum að lesa það.

Á meðan umræða fer af stað um framhaldið bið ég fólk að taka málið sömu tökum og Ögmundur og Leifur. Það er að hugsa það gaumgæfilega frá öllum hliðum og rasa ekki um ráð fram.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband