Leiðsögn gegnum lífið

Randy Pausch lést úr krabbameini í brisi árið 2008. Hann skrifaði bók sem heitir “Síðasti fyrirlesturinn” og varð hún metsöubók árið 2007.

Í bréfi til vinafólks og eigin fjölskyldu setti hann fram eftirfarandi “Leiðarvísir til betra lífs”

Það getur ekki annað en bætt þína líðan og lífssýn að lesa hans ráð.

1. Ekki bera líf þitt saman við aðra. Þú hefur ekki hugmynd  um hvað þeirra býður.

2. Ekki hugsa neikvætt um hluti sem þú ræður engu um og getur ekki stjórnað. Settu heldur orku þína í jákvæðar hugsanir, sem gera gagn á þessari stundu.

3. Ekki ofgera, gættu að takmörkunum þínum.

4. Ekki taka þig allt of alvarlega, enginn annar gerir það.

5. Ekki eyða dýrmætum tíma í slúður.

6. Vertu dreyminn á meðan þú vakir.

7. Öfund er tímasóun. Þú hefur allt sem þú þarfnast.

8. Gleymdu vanda fortíðarinnar. Ekki minna maka þinn á hans gömlu mistök. Það gerir ekkert annað en að eyðileggja núverandi hamingju þína.

9 Lífið er of stutt til að sóa því í hatur. Ekki hata annað fólk.

10. Semdu frið við fortíðina svo hún spilli ekki nútíð þinni.

11. Enginn ræður hamingu þinni nema þú sjálfur.

12. Gerðu þér grein fyrir að líf þitt er skóli og þú ert hér til að læra.

13. Brostu meira. Vertu glaðsinna.

14. Þú þarft ekki að vinna hvaða orustu sem er. Þú þarft ekki að fara fram á að allir hafi sömu skoðun og þú. Vertu sammála um að vera ósammála.

15. Vertu oft í sambandi við fjölskyldu þína.

16. Gefðu eitthvað jákvætt af þér á hverjum degi.

17. Fyrirgefðu öllum alltaf.

18. Eyddu tíma með fólki yfir 70 ára og þeim sem eru yngri en 6 ára.

19. Reyndu að fá að minnsta kosti þrjár manneskjur til að brosa á hverjum degi.

20. Hvað öðru fólki finnst um þig er ekki upphaf og endir alls.

21. Vinnuveitandi þinn mun ekki hlúa að þér þegar þú ert veikur. Það gerir fjölskylda þín og vinir. Vertu í sambandi við það fólk.

22. Settu Guð í fyrsta sæti í hugsunum þínum og athöfnum.

23. Guð læknar allt.

24. Gerðu hið rétta í hverju máli.

25. Hvort sem ástand þitt er gott eða vont, þá mun það breytast (vertu því hógvær).

26. Hvernig sem þér líður, þá skaltu fara á fætur og takast á við viðfangsefni dagsins.

27. Góður tími er ávallt framundan.

28. Losaðu þig við það sem er ekki gagnlegt.

29. Þakkaðu Guði fyrir hvern dag.

30. Ef þú þekkir Guð þá ertu hamingjusamur. Vertu þess vegna hamingjusamur og þannig nærðu að þekkja Guð.

Deildu þessum ráðum meðal vina og fjölskyldu. Það mun auðga líf þitt og þeirra sem í kringum þig eru.

randy_pausch-.jpg

 

 

 

 

 

 

Komin með lífshættulegan sjúkdóm fór Randy að kenna Bandaríkjamönnum hvernig þeir ættu að lifa. Þá sá hann í hnotskurn hvað skipti þar höfuðmáli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband