Samfylkingin er á rangri leið varðandi Nubo viðskiptin

Sigmundur Ernir og fleiri samfylkingarmenn eru óánægðir með lyktir Nubo málsins.

Þeir hefðu viljað að viðskiptin yrðu gerð og að peningar fyrir landið kæmu fyrir.

Sem betur fer virðast lög landsins halda, þannig að ekki var lagafótur fyrir viðskiptunum.

Nú er ég að vona að í kjölfarið komi skýrari lög um sölu lands og að niðurstaðan verði sú að sala á landi og auðlindum yfirleitt verði bönnuð.

Það vil ég sjá gerast. Einnig er ég að vona að þeirri hugmynd aukist fylgi og að samfylkingarfólk muni sjá að það er hið eina rétta í stöðunni.

Ísland fyrir Íslendinga, en svo geta erlendir menn komið til okkar og farið að stunda eðlileg viðskipti, þar sem þeir kaupa félög og fara að starfa að því að byggja þau upp og láta þau blómstra.

Verði þeir sem allra fengsælastir sem þannig standa að verki.


mbl.is Enn eftir að fá útskýringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef við gefum okkur að annaðhvort Sigmundur Ernir eða Kristján Möller hefði vervið innranríkisráðherra þá hefðu lögin verið hiklaust sveigð, þar með hefði viðkomandi verið að taka lögin í sínar hendur og hugsanlega hefði ekkert stöðvað það.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 18:10

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Já einmitt það! Þá skulum við þakka fyrir að það var prinsippmaðurinn Ögmundur sem stjórnaði í ráðuneytinu, með þekktum afleiðingum.

Við erum þá væntanlega sammála um að þakka honum fyrir niðurstöðuna.

Einnig ættum við að vona að Samfylkingarfólk nái nú áttum og taki upp betri siði, sem samrýmast meirihluta þjóðarinnar og fylki sér um verndun landsins og auðlindanna.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 28.11.2011 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband