Ráðherrar sem njóta trausts

Nú er talað um að Össur utanríkisráðherra njóti ekki trausts til að stjórna vörn Íslands gagnvart Efta dómstólnum.

Ef ég ætti að velja fulltrúa úr hópi alþingismanna, þeirra sem styðja ríkisstjórnina, þá myndi ég setja Ögmund Jónasson innanríkisráðherra í fyrsta sæti og Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra í annað sætið.

Þeir hafa báðir staðið fastir fyrir gagnvart ESB aðild.

Ögmundur hefur sannað sig sem verndari Íslands gagnvart landssölu til herra Nubo og hans bakhjarla.

Nú var Advice hópurinn að senda frá sér ályktun og vill fá aðra en Össur til að standa vaktina fyrir Efta dómstólnum.

Ég leyfi mér að fullyrða að meirihluti landsmanna fylgir þeim sjónarmiðum að Ísland þurfi eins sterka vörn og hægt er að finna meðal íslenskra þegna.

Það tek ég heilshugar undir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vil ekki Össur nálægt þessu máli. Hvað þá að vera í forsvari fyrir ESB almennt.

Valdimar Samúelsson, 21.12.2011 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband