1.1.2012 | 13:52
Forseti Íslands mun ekki bjóða sig fram
Vegna þess að ég bloggaði um forsetann fyrir áramót og taldi að hann myndi bjóða sig fram eitt kjörtímabil í viðbót, þá langar mig til að botna þá umræðu.
Það er við hæfi að þakka Ólafi fyrir hans forsetatíð.
Í upphafi voru menn mjög tvístígandi um hans framgöngu í þessu mikilsverða embætti, sem reyndar hefur vaxið að mikilvægi eftir hans setu þar.
Hann hefur verið brautryðjandi og vegna þess að tímarnir hafa verið víðsjárverðir, þá hefur það skipt þjóðina mjög miklu máli hvernig haldið hefur verið á málum.
Þjóðin væri í miklu meiri erfiðleikum nú, ef ekki hefði komið til kasta forsetans, að stíga fram og hafa áhrif á framvinduna, með því að vísa Icesave málinu áfram til almennings.
Vegna þess eins verður hans minnst af góðu og margir munu bera hlýjan hug til Ólafs vegna hans framlags á þessum víðsjárverða tíma í sögu þjóðarinnar.
Forsetahjónin hafa aflað sér mikilla vinsælda og þeim er hér með þakkað fyrir sitt framlag
Býður sig ekki fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.