4.1.2012 | 11:12
Breiðavíkurdrengur er óánægður með skaðabæturnar
Ég var að lesa um einn Breiðavíkurdrengjanna. Hann er ekki aðeins óánægður með að hafa fengið 3,3 milljónir í bætur, hann er hneykslaður!
Ég hnýt um þessa útleggingu. Hvað hefði þurft til svo maðurinn yrði ánægður?
Ekki er neitt sjálfsagt mál að einhver fái bætur, þó svo að hann hafi verið beittur órétti á fyrri skeiðum í lífi sínu.
Aldrei hef ég nefnt það sem á daga mína hefur drifið, sem ég hefði þegið að fá bætur fyrir.
Það vil ég segja í þessu sambandi, að ég tel það hafa verið jákvætt að Breiðavíkurdrengjum var úthlutaðar skaðabætur vegna dvalar í Breiðuvík. Þeir þurfa þó að kunna að þakka fyrir það góða sem fyrir þá er gert.
Það væri mjög miður ef Breiðavíkurdrengir sýndu ekki þakklætisvott þegar reynt er að koma til móts við þá með nokkurri peningagjöf.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.