Er tími hægri ríkisstjórna liðinn ?

Þetta les maður í bloggheimum.

Ögmundur ráðherra segir, að það sé ekki eftirspurnin eftir Sjálfstæðisflokknum, sem ráði gagnrýni á ríkisstjórnina.

Gott og vel, ef við eigum að búa við vinstri stjórn áfram, er þá ekki jafn sjálfsagt að við fáum hægri mann á Bessastaði.

Hægt er að hugsa sér að Davíð Oddsson tæki við húsbóndavaldinu á Bessastöðum á meðan við búum við vinstri stjórn í Stjórnarráðinu.

Ef til vill ætti að leggja þá spurningu fyrir þjóðina hvernig stjórnarmunstur eigi að vera hér við lýði.

Láta almenning um að ráða stjórnarmynstrinu. Hvernig kæmi það út.

Hugsanlega myndi þjóðin velja Sjálfstæðisflokkinn með 33% atkvæða Samfylkinguna með 22% og Framsókn með 12% og VG með 9%

Væri þetta hinn almenni vilji, hvernig er þá hægt að hafa stjórn í landinu sem ekki hefur Sjálfstæðisflokkinn innanborð.

Það væri mögulegt að til kæmi nýtt stjórnmálaafl sem réði hvoru megin ríkisstjórnin yrði mynduð, til hægri eða vinstri.

Einnig eru margir sem segja að vinstri og hægri hafi enga merkingu lengur.

Hér mega sérfræðingarnir taka við og fá út viðunandi niðurstöðu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband