Krabbamein - sjúkdómur sem bannað er að lækna!

Ég var að enda við að horfa á kvikmynd, þar sem frumkvöðlar í lækningu á krabbameini, hafa verið ofsóttir, og þeim gert óbærilegt að stunda árangursríkar aðferðir sínar, sem læknað hafa þennan óttablandna sjúkdóm.

Já, þetta er í raun ótrúlegt og algjör harmleikur gagnvart því fólki sem verður leiksoppur þessa kerfis.

Fólki er ekki gert auðvelt fyrir að leita sér lækningar, sé hún eftir nátturulegum leiðum og fari ekki fram eftir fyrirsögn lækna, sem vilja nota brennandi geisla og skurðhnífinn gegn krabbameini.

Hér má sjá þessa tímamóta kvikmynd, sem kemur víða við og nefnir til sögunnar fjölda þekktra manna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísa Elíasdóttir

Hefur þú séð "Forks over knives". Það er ein best gerða mynd sem ég hef séð um matarræði. Hér má sjá "trailerinn": http://www.youtube.com/watch?v=O7ijukNzlUg

Kveðja,

Elísa

Elísa Elíasdóttir, 6.7.2012 kl. 15:04

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Ég hef séð hliðstæðar myndir og þær æpa á mann og segir okkur að vakna!.

Fæðuvenjur í hinum vestræna heimi eru komnar svo langt frá eðlilegu fari að nú er flestum farið að ofbjóða.

Vegna þess hvað þetta hrópar hátt yfir lýðinn, þá vakna fleiri en ella og skilja að eitthvað mikið er að.

Sykurneyslan er ógnvekjandi og kjötneysla með tilheyrandi aukaefnum af öllu mögulegu tagi gera þann mat enn þá hættulegri en hann var áður fyrr.

Það gerir málið enn brýnna að breyta um lífsstíl.

Þess vegna spretta líka upp nýjar hugmyndir sem eru samhljóma hinum gömlu grænu gildum sem voru kynntar af Náttúrulækningastefnunni á sínum tíma.

Þessi grein hér fyrir ofan um sjúkdóminn krabbamein, þá er hann að mestu leyti lífsstílssjúkdómur. Þeir sem tóku sig til og vildu lækna hann með lifandi grænni fæðu, náðu margir góðum árangri, en þá komu til aðrir hagsmunir.

Það voru hagsmunir læknastéttarinnar.

Þar hefur fólk lært árum saman og vilja hafa eitthvað um það að segja að fólk fari eftir þeirra verkferlum.

Sjáðu t.d. þróunina í pilluátinu. Það er verið að aulýsa pillur við verkjum og alls kyns hlutum sem enginn maður ætti að ánetjast.

Þú þekkir þetta allt saman og það kemur að einhverju leyti fram í þessari kvikmynd sem þú ert með hlekk á, sem ég þakka kærlega fyri. Svo er ég með hér fyrir ofan enn ítarlegri mynd um mataræði sem bætir heilsuna og einnig krabbameinið.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 7.7.2012 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband