7.7.2012 | 14:18
Eiturlyfjasjúklingar eru vitfyrrtir.
Ég hef lengi fylgst með eiturlyfjamálum og get fullyrt, að hver sá maður sem sprautar í sig ólyfjan, hann er vitfyrrtur á því andartaki.
Það er því ótrúlegt að slíkir einstaklingar geti gengið lausir í samfélaginu og verið bæði sjálfum sér og öðrum lífshættulegir.
Leiðin til heilsu er að venjast því að lifa heilbrigðu lífi og þar er vandi meðferðaraðila mikill.
Það eru margar lækningaleiðirnar og sitt sýnist hverjum um aðferðir sem gagnast.
Líklega er það einstaklingsbundið hvaða aðferðir koma hverjum og einum mest að notum.
Eitt er alveg á tæru, að eiturlyfjasjúklingar í alvarlegri neyslu eiga ekki að ganga lausir, því þeir eru hættulegir sjálfum sér og öðrum.
Ég sé fyrir mér þetta blessaða fólk, sem hefur atvinnu af því að hjálpa ólánsfólki, að því fallast hendur þegar maðurinn á götunni kemur fram og telur sig hafa einhverjar meiningar um þetta vandamál!
Svona er þetta bara. Það eru ótal hliðar á öllum málum og ekkert er einfalt í þessu vandamáli frekar en öðrum.
Ég tek hatt minn ofan fyrir þessu sterka meðferðarteymi sem vígir líf sitt til að bjarga eiturlyfjasjúklingum og koma þeim inn í samfélagið aftur.
Þegar þeir vinna sigra þá er mikil ástæða til að fagna, en því miður þá er tískan á fullu í því að bæta við nýjum fórnarlömbum.
Hver er næstur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sagan greinir frá ótal voðaverkum, morðum, meiðslum og slysum af völdum ölóðs fólks. Full ástæða til að spyrja: "Hver er næstur?" Vísa á bloggpistil minn um þetta efni í dag.
Ómar Ragnarsson, 8.7.2012 kl. 11:50
Ómar, þakka þér fyrir innlitið og að vísa á grein þína um málefnið.
Ég las greinina þína og er svo hjartanlega sammála því, að áfengi er mjög hættulegt flestu fólki.
Það væri örugglega bannað, ef það hefði ekki svona langa sögu meðal þjóðanna.
Hins vegar er vínsaga heimsins svo inngróin að ekki verður auðvelt að kenna fólki betri siði.
Mér skilst að þegar fólk kemur heim til sín úr vinnunni á Englandi, þá fari það ekki beint heim, heldur komi við á vínkrá til að drekka nokkra lítra af áfengum bjór.
Það segir okkur mikið um hversu rótgróin þessi ósiður er.
Í Danmörku sá ég múrarana drekka áfengan bjór í vinnutímanum. Það fannst mér vera óskaplegur ósiður, sem furðulegt var að skuli hafa verið látið viðgangast. Hvort þessi ósiður er enn stundaður í Danmörku nútímans, það veit ég ekki.
Ég kom ekkert inn á þetta áfengis svið í umræddri grein minni, enda ærið viðfangsefni að kveða niður eiturlyfja ófreskjuna.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 8.7.2012 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.