20.7.2012 | 14:25
"Nýju framboðin" - orðin gömul.
Þegar nýju framboðin komu fram á völlinn, eins og Hreyfingin og Jón Gnarr og fleiri.
Þá sagði þetta fólk að um væri að ræða eins kjörtímabils framboð.
Ekki væri hugmyndin að gerast einskonar fastagestur á þessu leiksviði og alls ekki að verða einn af fjórflokkunum.
Það mátti skilja á flestu þessu fólki að það hefði engann áhuga fyrir stjórnmálum, það færi fram af hærri hvötum en svo að eiginhagsmunir réðu þar nokkru. Það væri í einskonar hreinsunarferð, til að sópa gólf og þvo undir húsgögnunum.
Peningar voru ekki á óskalistanum, og ekki neinn hvati til að standa í þessu vafstri, sem væri bæði leiðinlegt og mannskemmandi.
Miðað við þessar lýsingar þá ættu þessi litlu framboð að vera búin með sinn kvóta.
Lítum ekki á okkur sem einhvers konar ræningja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.