31.7.2012 | 13:28
Bandaríkin og Kína, allar þessar milljónir manna eru eitt !
Í tilefni af málefnum dagsins, Huang Nubo fjárfesti fyrir Kínverska ríkið og heimsveldadraumum stórvelda eins og Bandaríki Norður Ameríku og Kínaveldi (með Tíbet innifalið), þá er fróðlegt að hlusta á meðfylgjandi myndband. Sjá hér
Myndbandið gengur út á það að allt mannkynið sé í raun og veru alveg nákvæmlega eins, andlega skoðað, sem ég samþykki möglunarlaust.
Samt eru allar þessar ólíku hugmyndir og stefnur sem gefa tilefni til deilna.
Deilur milli manna eru endalaus staðreynd, milli fjölskyldna, milli kynþátta, milli trúarbragða, milli trúardeilda og þannig má endalaust telja.
Samt viðurkenna fleiri og fleiri að við erum algjörlega eitt í Sköpuninni.
Þannig að andlega séð höfum við verk að vinna, til að ná saman hvort til annars og lifa í friði við gnægtarborð heimsins.
Neale Donald Walsch höfundur ritverkanna "Samtöl við Guð", segir að það sé til nóg fyrir alla og því sé ekki þörf á að deila um gjafir Skaparans.
Ég hallast að því, að þegar menn deila, þá handleiki allir eitthvað sannleikskorn. Það sé því farsæl lausn að semja sig til niðurstöðu, sem flestir geti samþykkt og unað við.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.