Jarðarför á vegum Siðmenntar - sársaukafull upplifun

Ég varð fyrir þeirri reynslu að vera við jarðarför sem Siðmennt sá um.

Verið var að jarða valinkunnan sómamann, sem í þessu sambandi verður ekki nafngreindur, enda hans hlutur aukaatriði málsins.

Mig langar aðeins til að lýsa upplifun minni, en hún er á þá leið að ég er enn miður mín eftir þessa athöfn.

Reyndar fannst mér hún sársaukafull, sakir þess sem vantaði í hana.

Það vantaði hátíðleika, það vantaði þá hlið sem snýr að hinu óræða.

Það vantaði möguleikann á því að lífið haldi áfram í einhverri mynd.

Vegna þess að það má búast við slíkum jarðarförum í framtíðinni eftir því sem vegur Siðmenntar vex, þá tel ég ekki hjá því komist að fólk viti að hverju það gengur, ef það velur sér þessa þjónustu.

Því miður var hátalarakerfi kirkjunnar ekki nægilega gott, þannig að ræða athafnastjóra Siðmenntar fór alveg fram hjá flestum kirkjugestum.

Ef til vill hefur þar komið fram einhver skíring á því hvernig Siðmennt metur sitt hlutverk. Líklega enginn sérstök hugsjón sem mönnum finnst þeir þurfi að halda á lofti?

En það sem setti salt í sárin var það að maður fór með ljóð og það eina sem ég heyrði úr því var blótsyrði. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum! 

Er mönnum frekar blótsyrði í huga heldur en blessunarorð þegar á að kveðja góðan mann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband