Fyrirliði talar!

Það er mjög ánægjulegt að sjá hvernig fyrirliði handboltalandsliðsins talar.
Hann talar af skynsemi og yfirvegun sem mun skila liðinu lengra en ella væri.
Það er svo auðvelt að gleyma sér í sigurvímu og gera sér upp óraunhæfar skoðanir um meiri yfirburði en eru til staðar.
Leikir vinnast á fleiru heldur en að vera bestur.
Það þarf allt að ganga upp meðan á leik stendur og þannig vinnst hið ótrúlega.
Þetta hef ég reynt oft og mörgum sinnum í skákinni.
Ég kem á mótsstað og sé alla þessa sterku mótherja sem ég á eftir að kljást við og mér verður ekki um sel.
Þar sem ég er jarðbundinn og veit mína veikleika og verðleika þá met ég möguleika mína ekki mikils.
En svo gerist eitthvað, það fer af stað röð af atriðum sem falla mér í vil og þá gerist hð óvænta að árangur er meiri en væntingar.
Svo er það hin myndin, þegar ég kem á keppnisstað og sé að mótherjarnir eru menn sem ég hef oftast unnið.
Þá verða væntingar mínar töluvert meiri. En viti menn, einmitt þá geta hlutir farið þannig að ég næ ekki þeim árangri sem ég hefði átt að ná.
Með þetta í huga skulum við horfa með einhverri hófsemi á næstu leiki handboltamannanna, þó við vitanlega óskum þess innilega að strákarnir okkar nái á verðlaunapall.
mbl.is „Við þurfum að vera auðmjúkir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Smáheppni er allt í lagi. við eigum það  skilið.

Hörður Halldórsson, 7.8.2012 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband