25.1.2013 | 15:21
Vonda stjúpan er á undanhaldi
Stjúpan í dag er ekkert lík þessari hornóttu úr gömlu ævintýrunum.
Þetta leyfi ég mér að segja að fenginni reynslu.
Þannig vill til að ég hef séð í kringum mig mörg dæmi um frábæra aðkomu stjúpmömmu að börnum og gert það með svo óaðfinnanlegum hætti að það hefur vakið aðdáun mína.
Nú á tímum eru flestar fjölskyldur að einhverju leyti í þessum aðstæðum að aðkoma stjúpu og/eða stjúpa er staðreynd.
Auðvitað hefur þetta í för með sér mjög miklar kröfur, á svokallaða vandalausa, sem reyna eftir mætti að vera ígildi blóðforeldra.
Hvati minn til að nefna þetta, er þörf grein eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur í Fréttatímanum í dag , sjá hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.