Ástæða hrunsins - samviskunni var úthýst

Hvar var samviskunni úthýst?

Í Háskóla Íslands, sérstaklega í kennslu í viðskiptafræðum.

Ungt fólk byrjar sín fyrstu spor í Háskólanum eftir tvítugt, einmitt þegar það er ómótað. Á þeim árum þegar sjálfstraustið er óbeislað og unga fólkið telur sig vita allt - nema það sem kennarinn í Háskólanum bætir við.

Þannig að háskólakennarinn er stórt númer og fyrirmynd nemenda sinna.

Það er ekki lítil ábyrgð sem slíkir menn hafa á ungt fólk sem er að mótast.

Einmitt þarna af öllum stöðum var því komið inn hjá viðskiptafræðinemum að ábyrgð og samviska væru ekki ætluð að vera meðferðis þegar farið væri að stunda viðskipti og setja á stofn fyrirtæki.

Fyrirtæki væru ekki samfélagsverkefni. Þau ættu ekki að hugsa um hag fólksins sem vinnur hjá fyrirtækjunum, heldur eingöngu að skapa hagnað.

Þetta var fyrsta stóra skemmdin í kennslunni.

Að ganga fram án þess að skeyta um velferð fólksins sem eru undir mann sett, ber feigðina í sjálfu sér.

Ég man eftir því að talað var um, að fyrirtækin ættu ekki að vera félagsmálastofnanir, með þeirri meiningu að stjórnendur ættu ekkert tillit að taka til sinna starfsmanna.

Í þessum orðum sá ég stóra og alvarlega villu, sem er sú að breiða yfir og burtreka mennskuna.

Það hafa allir skyldum að gegna.

Starfsmenn fyrirtækis, með því að vera ábyrgðarfullir í smáu og stóru, og stjórnendur fyrirtækja, með því að koma fram við starfsfólkið, af ábyrgð og með verndandi bliki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ætti þessi færsla ekki frekar heima í menntum & skóli?

Jón Þórhallsson, 26.1.2013 kl. 19:53

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Jú Jón, þar ætti hún heima.

En er ekki allt okkar líf einn stór skóli, ef þannig er litið á málið?

Þeir læri af þessum orðum sem vilja nema eitthvað uppbyggjandi, hvort heldur þeir stunda kennslustörf eða önnur jafn áríðandi.

Ég vil að þjóðfélagið sé gegnsýrt af mennsku, og ef ég met þig rétt Jón, þá ertu sama sinnis.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 26.1.2013 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband