Frosti trúði á málstaðinn

Ég man eftir því þegar Frosti var að útlista þá trú sína að við Íslendingar ættum ekki að borga vaxtakröfurnar sem Holland og Bretland fóru fram á.

Þannig var andrúmsloftið á þessum tíma, bæði hér innanlands og enn fremar úti í hinum stóra heimi, að við værum mjög sekir.

Eftir að bankarnir höfðu haft sparifé af Hollendingum og Bretum þá höfðum við engar varnir.

Allir muna eftir viðbrögðum Breta með hryðjuverkalögunum, sem voru auðvitað einstök. Þau sýndu hver hugur manna var á þessum tímapunkti.

Í þeirri orrahríð allri hélt Frosti ásamt fylgismönnum sínum alltaf uppi þeim málstað að við hefðum engar skyldur til að greiða vexti á þessar upphæðir.

Nú, þegar dómur er fallinn, geta allir sagt eins og kallinn: "Nú get ég"! Vegna þessa alls er sigur okkar og sigur Frosta og félaga mjög stór og ég segi bara við ykkur: "Til hamingju Íslendingar".


mbl.is „Allir geri sér glaðan dag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband