Vill vernda Snowden en skerðir málfrelsið

Ég er ekki sáttur við þá framsetningu hjá blaðamanninum, að uppljóstrarinn sé gagnrýndur fyrir að leita sér hjálpar, þar sem hjálp er að finna.

Við erum öll sammála um að þessi lönd, Kína, Rússland, Kúba og fleiri séu ekki sérstakir útverðir frelsisins, en Snowden hefur ekki í mörg hús að venda, til að njóta friðhelgi.

Bandaríkin hafa lýst eftir honum og öll lönd sem eru undir áhrifavaldi þeirra þora ekki að styggja stórveldið, jafnvel þó dauðadómur geti fylgt í kjölfarið.

Ég var reyndar að vona að mitt kæra fósturland myndi þora að veita Snowden hæli, þrátt fyrir að það hugsanlega myndi kalla yfir okkur reiði USA.

Málið er það, þrátt fyrir glæsta sögu Bandaríkjanna í gegnum aldirnar, og frelsisaðgerðir þeirra í gegnum árin, þá hafa ýmsir hlutir farið úrskeiðis, sérstaklega nú seinustu áratugina.

Fangaflutningar, Guantanamo og pyntingar, og fleiri dæmi um að Bandaríkin eru að fjarlægast sínar hugsjónir, eru öllum ljós.

Ég vil taka fram í lokin að ég vil ekkert frekar en að Bandaríkin nái áttum og fyllist nýjum anda, þar sem frumorka þeirra með frelsi til athafna og orða, sem þeir fluttu fram á seinustu tveim öldum, verði aftur kyndill stórveldisins.

 Hér er greinin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband