6.8.2013 | 23:47
ESB hindrar erfðabreytt matvæli frá Bandaríkjunum
Lítil klausa í Fréttablaðinu lætur ekki mikið fyrir sér fara, en þegar grant er skoðað, er hún algjör stórfrétt.
Sannleikurinn er sá að ég tek hatt minn ofan fyrir Evrópusambandinu fyrir þá staðfestu sem það sýnir í þessu mikla og alvarlega deilumáli.
Ekki er ég viss um að mitt kæra fósturland myndi sína jafn mikla staðfestu þegar erfðabreyttar vörur eru annars vegar, þó ég sannarlega myndi vona og reyndar krefjast þess, að þegnarnir séu verndaðir fyrir þessum ófögnuði frá vesturheimi.
Í Bandaríkjunum er það peningahyggjan sem smýgur alls staðar inn og hefur meðal annars áhrif á alþingi Bandaríkjanna, þar sem Monsanto og hliðstæð stórfyrirtæki koma sínum hagsmunum áfram í krafti peningavalds.
Þeir hafa áhrif á löggjöf og það er þeirra verk að í þessu efni eigi allt að vera sem frjálsast og helst þannig að Monsanto geti falið sig innan um saklausari matvörur, til að koma sínum vörum á markað í felubúningi.
Því þeir vinna leynt og ljóst að því að erfðabreyttar vörur séu ekki merktar sem slíkar, sem er auðvitað algjör glæpur gagnvart mannkyninu, ekkert minna.
Allir eiga rétt á að vita hvað þeir láta ofan í sig, það er algjört lágmark meðal siðaðra manna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.