Hjá hverjum er umburðarlyndið mest?

Hinsegin fólk nýtur einstaks umburðarlyndis hér á Íslandi og hvergi í heiminum er þeim meiri sómi sýndur.

Í skjóli þessarar góðu stöðu rísa upp raddir innan þeirrar hreyfingar til að gagnrýna að eins sé komið fram við trúarlegan predíkara sem er væntanlegur til landsins.

Mér þykir þetta vera að skjóta yfir markið og eiginlega sýna vöntun á hógværð og þakklæti.

Til dæmis þakklæti til þjóðkirkjunnar að hún kemur til móts við þarfir þessa fólks, sem má alveg segja að sé þakkarvert framlag stofnunarinnar til hinsegin fólks.

Ég segi fyrir mig, að ég fell ekki allt of vel í hópi, hvort heldur sem hann er trúarlegur, veraldlegur, hófsamur eða meinlætalegur. Vegna þess að ég er blanda af öllu þessu, er með brot af hverri hlið hins fjölbreytta samfélags.

Nú er ég t.d. búin að vera grænkeri (grænmetisæta) í marga áratugi. Þrátt fyrir að það falli ekki í hópinn og sé á skjön við viðhorf flestra, þá hef ég ekki sætt ofsóknum út af þessari sérstöðu minni. Hún hefur verið meðtekin og virt af ólíkasta fólki og nú undir það seinasta virðast bara margir skilja og meta hugsanaganginn sem liggur að baki.

Á sama hátt umber ég alla þá sem eru á annarri skoðun og hafa aðra lífssýn og finnst það í góðu lagi.

Niðurstaða mín er sú að við eigum að umbera ólíka siði og ólík viðhorf til manna og málefna og gefa okkur þá gjöf að vera sammála um að vera ósammála, þegar það á við. 


mbl.is Graham sagðist ekki hommafælinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Það er nú það, Sigurður,......Þú segir :

"Nú er ég t.d. búin að vera grænkeri (grænmetisæta) í marga áratugi. Þrátt fyrir að það falli ekki í hópinn og sé á skjön við viðhorf flestra, þá hef ég ekki sætt ofsóknum út af þessari sérstöðu minni. Hún hefur verið meðtekin og virt af ólíkasta fólki og nú undir það seinasta virðast bara margir skilja og meta hugsanaganginn sem liggur að baki..."

Þú vilt semsagt meina að þú sért "umborinn" vegna þessara einkennilegu athafna þinna og hugsanagangs. - Og þakkar fólki fyrir umburðarlyndið.

Eins og þú ýjar að, þá virðist þú vera undarlegur og "fellur ekki allt of vel í hópi" - Gott hjá þér að koma út úr skápnum með þessa hluti. - Þér hlýtur að vera létt. - "Hugsanagangur" er bara allt annað en það sem gay fólk hefur þurft að þola í heiminum.

Már Elíson, 10.8.2013 kl. 11:53

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Takk fyrir innlitið Már Elíson,

ég veit að það er ólíku saman að jafna. En vildi fyrst og fremst árétta að hinsegin fólk ætti að meta það við okkur Íslendinga, að við erum umburðarlyndari gagnvart þeim, heldur en flestallir aðrir jarðarbúar.

Þetta finnst mér að ætti að meta að verðleikum og taka því ekki sem sjálfsögðum hlut, heldur sýna þakklæti í verki, með því að vera í senn hógvær og réttlátur gagnvart öðrum sem eru í jaðarhópi, en sértrúarhópar eru einmitt einnig svona jaðarhópur. Sjáðu t.d. að Vottar Jehóva fá ekki sama umburðarlyndi eins og t.d. hinsegin fólk.

Ég tel gott og blessað og sjálfsagt að allir hafi sín eðlilegu mannréttindi, það er sannarlega á hreinu. 

Sigurður Alfreð Herlufsen, 10.8.2013 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband