14.8.2013 | 22:36
Næring og lífsstíll bæta heilsuna - frétt á Stöð 2
Í kvöldfréttunum var uppörvandi frásögn, um þjálfara og næringarráðgjafa, sem kom nokkru fólki til betri heilsu, með æfingum og matarráðgjöf.
Það er ekki oft sem koma svona jákvæðar fréttir um lífsstíl sem lagfærir heilsuna.
Ég vona að slíkum fréttum eigi eftir að fjölga, því þarna er ónuminn akur, þó svo að nú um stundir sé vakning í gangi.
Það á að vera augljóst hverjum manni, að það sem hann lætur ofan í sig, er byggingarefni líkamans.
Á sjö árum hefur líkaminn endurnýjað sig að fullu, og þeir byggingarsteinar sem notaðir voru í það verk, gera allann mismuninn um það, hver útkoman er.
Þú ert það sem þú borðar, er alveg sönn setning.
Þú ert það sem þú hugsar, er líka sönn setning, því að við setjum af stað sveiflur, sem samverka þeim hugsunum sem við teljum réttar. Og við lifum samkvæmt þeim hugsunum, svo það er betra að þær standi á bjargi þekkingar og sannleika.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.