11.5.2014 | 11:02
Sjúkdómavæðing dagsins gegn heilsuvæðingu
Það er mikið að gera þessa dagana.
Íslensk erfðagreining sendir menn út af örkinni til að safna sýnum hjá fólki.
Í dag sá ég tveggja síðna auglýsingu um málefnið og röð sjúkdómaheita sem skal sýna mikilvægi framtaksins.
Fyrir mér er þetta enn eitt vindhöggið, þar sem heilbrigðið verður að víkja, svo að sjúkdómarnir geti fengið meira vægi.
Ég hefði heldur viljað sjá jafn umfangsmikið og kostnaðarsamt verkefni sett í gang þar sem þungamiðjan væri HEILBRIGÐI en ekki SJÚKDÓMAR.
En auðvitað verður mér ekki að ósk minni, vegna þess að sjúkdómar eru mikill gróðavegur og uppspretta peningahyggju, þegar heilbrigði siglir lygnan sjó og lætur lítið fyrir sér fara.
Heilbrigði er samt það besta sem getur komið fyrir einstaklinginn og samfélagið.
Heilbrigði má líkja við rétta breytni sem viðheldur hnökralausri samfellu í starfsemi líkamans, það þarf hreint loft, hreint vatn, hreina heildræna fæðu, hóflega hreyfingu og heildræna samfellu í öllum andlegum sem efnislegum greinum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.