30.5.2014 | 11:30
Heilbrigðisráðherra, hér er tillaga að sparnaði!
Í forsíðufrétt Fréttablaðsins er góð grein um þá möguleika sem hægt er að ná, með því að breyta áherslunum í ráðuneyti heilbrigðisráðherra og hætta að henda svona miklum fjármunum í annan endann á heilbrigðiskerfinu.
Þann enda sem framleiðir sjúkdóma!
Í greininni er talað um að kostnaðurinn af langvinnum sjúkdómum taki allt að 80% af heildarútgjöldum heilbrigðiskerfisins.
Einnig er tekið fram að mataræði og lífsstíll vegi þyngst til að fyrirbyggja sjúkdóma.
Ég er nú orðin svo gamall að ég man eftir því fyrir 50 árum, þegar næstum öll læknastéttinn hló af því að maturinn skipti einhverju máli um framvindu sjúkdóma!
Þetta er algjör hliðstæða við þá tíð, fyrir 100 árum , þegar læknastéttinn hló af því að farið var fram á að þeir þvæðu hendur sínar áður en þær gerðu inngrip í líkama fólks.
Því miður erum við ekki komin svo langt nú, að allir læknar séu með það á hreinu hvað mataræðið er stór hluti af heilsunni, en dropinn holar steininn.
Ég vil koma hér með róttæka tillögu:
Að Krabbameinsleitarstöðinni verði lokað og allir þeir fjármunir sem þar fara um, verði settir í forvarnir.
Þar sem fólk verði frætt um allt það nýjasta sem vitað er um hollt mataræði og ekki síður hitt, sem ber að forðast, til að ávinna sér ekki sjúkdóma.
Með þessari einföldu aðgerð þá myndi sparast milljónir og milljónir ofan um leið og það yki heilbrigði þjóðarinnar.
Fyrst þetta, að þessi krabbameinsleit er í sjálfu sér sjúkdómsaukandi, því t.d. er leitin að brjóstakrabba ekki hættulaus og framleiðir sjúkdóma. Miklu einfaldara er að kenna konum að rannsaka brjóstin með næmum fingrum sínum og tilfinningum.
Svo er annað, að nú er vitað að krabbameinsvaki sýnir sig oft á lífsleiðinni, án þess að verða nokkurn tíma að meini.
Þar kemur til hraustur líkami með kröftugt ónæmiskerfi.
Gerðu svo vel herra heilbrigðisráðherra og nýttu þér þessa tillögu, og sjáðu til hvort hún nær í gegn hjá stjórnmálaflokkunum og öðrum valdastofnunum.
Hún er eðlileg og tímabær.
Hún er sanngjörn og í takt við nýja sýn á sjúkdómum og tilurð þeirra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.